Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland eru að mynda ríkisstjórn. Inga segir að þetta verði valkyrjustjórn og hinar tvær kinka kolli:
–
Valkyrjur eru kvenkyns persónur í norrænni goðafræði sem höfðu það hlutverk að sækja fallna hermenn og koma þeim til Valhallar.
Valkyrjur eru kallaðar meyjar Óðins af því að þær fá kraft sinn frá Óðni og þjóna honum. Þær geta til dæmis riðið á hestum sínum um himinn og haf, og beitt margs konar göldrum bæði til góðs og ills.
Valkyrjur geta bæði verið af ættum ása, álfa, dverga og manna. Þær sem eru af jarðneskum uppruna geta stundum lifað meðal manna og kallast þá gjarnan skjaldmeyjar. Þær koma stundum svífandi til mannheima í svansham og geta notað haminn seinna til að snúa aftur heim til Goðheima. Þá eru þær kallaðar svanmeyjar.
–
Valhöll í Reykjavík er til húsa á Háleitisbraut 1 – höfðustöðvar Sjálfstæðisflokksins.