HomeGreinarHUGLEIÐING MÓÐUR UM ÞINGMANNINN SINN

HUGLEIÐING MÓÐUR UM ÞINGMANNINN SINN

„Siggi okkar hefur ósjaldan komið fjölskyldunni á óvart með því sem hann hann hefur tekið sér fyrir hendur allt frá því hann var barn að aldri,“ segir dægurlaga og myndlistarkonan Þuríður Sigurðardóttir en sonur hennar, Sigurður Helgi Pálmason, var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í Suðurkjördæmi. Þuríður lætur hugann reika:
„Hann hefur farið eigin leiðir, á sínum forsendum, stundum á skjön við okkar lifnaðarhætti, eins og þegar hann 7 – 8 ára fór að stunda kaþólskar messur á sunnudögum, reyndar í næsta nágrenni, hjá nunnunum hér í Garðabæ. Hann klæddi sig upp á sunnudagsmorgnum, reimaði á sig messuskóna, sem hann kallaði svo, gekk til messu og ræddi svo trúmál við okkur heimilisfólkið eftir messu – og líf nunnana, sem honum þótti sérkennilegt og áhugavert.
Þegar hann var 11 ára spurði hann hvort við ættum skjalatösku, því hann ætlaði að fara á fund hjá Myntsafnarafélagi Íslands, með mynt sem hann hafði sankað að sér og vissi allt um. Við fundum gamla skjalatösku og horfðum á eftir honum ganga út á stoppistöð með töskuna, sem var svo sérkennilega stór í höndum drengsins. Áhugi Sigga á mynt hafði vaknað og í því eins og öðru kynnti hann sér mynt og seðla í þaula og fáir taka honum fram í þekkingu á því sviði og í Myntsafnarafélaginu eignaðist hann vini fyrir lífstíð, sem sumir voru þá á áttræðisaldri.
Og Siggi kom okkur enn eina ferðina á óvart þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að gefa kost á sér í framboð fyrir Flokk Fólksins.
Ég veit að ef Siggi fer á þing mun hann vinna þar af heilindum, ósérhlífni og elju eins og hann gerir í lífinu öllu. Siggi má aldrei neitt aumt sjá, hann sinnir fólkinu sínu þannig svo eftir því er tekið og er alltaf til staðar fyrir vini og fjölskyldu, sem ég þykist vita að mun gjalda líku líkt og kjósa hann til góðra verka fyrir þjóðina, eins og fleiri. Það þarf fólk eins og Sigga á Alþingi.“
Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

ÁSTARSAGA SKERJAFJARÐARSKÁLDSINS

"Í dag, 16. 11. 2025, eru liðin níu ár frá því að við Olga kynntumst," segir Kristján Hreinsson oft nefndur Skerjafjarðarskáldið: "Þetta byrjaði með einni...

BORGARSTJÓRI FELLIR OSLÓARTRÉ Í HEIÐMÖRK OG GEFUR ANNAÐ TIL FÆREYJA

Það var fallegt um að litast í Heiðmörk í hádeginu í dag þegar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri felldi Oslóartréð sem prýðir Austurvöll yfir hátíðarnar. Þótt...

JÓI FEL KOKKAR FYRIR KÆRUSTUNA HJÁ HINU OPINBERA

Stjörnubakarinn Jói fel hefur verið að kokka á Litla Hrauni sem kunnugt er af fréttum. Urgur er í nokkrum matreiðslumeisturum sem höfðu áhuga á...

EIGINKONU SNORRA MÁSSONAR MISBOÐIÐ

"Í morgun birtist flennistór mynd af tveggja ára gömlum syni mínum á Vísi.is undir fyrirsögninni: „Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu.“ segir Nadine Guðrún...

KÓNGURINN MEÐ GRÆNU FINGURNA Á AFMÆLI Í DAG

Karl Bretakonungur er 77 ára í dag. Ætla mætti að erfitt væri að finna afmælisgjöf fyrir mann sem metinn er á 2 milljarða punda...

UPPÁHALDSBÍÓMYNDIR PÁFANS Í RÓM

Hlollywoodstjörnur streyma til Rómar um helgina til fundar við Leó páfa í Vatikaninu. Tilefnið er hefðbundin hátíð Páfagarðs - World of Cinema á laugardaginn.-Meðal...

HUMARHALAR, FILET MIGNON OG KONÍAK Í LOFTLEIÐAFERÐ TIL NEW YORK NÆSTA VOR

Hafin er kynning á væntanlegri Loftleiðaferð til New York næsta vor á vegum Sögufélags Loftleiða í tilefni af að 80 ár eru liðin frá...

EITRAÐ FYRIR ELDRI BORGARA Á ELLIHEIMILI

"Ég hef undanfarin misseri setið nokkra daga í viku á Eirhömrum. Ég kann því vel, starfsfólkið hvert öðru betra, kaffið gott og margt forvitnilegt...

HELGI MAGNÚS VÆRI NÚ RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI HEFÐI HANN EKKI AFÞAKKAÐ AÐ VERÐA VARARÍKISLÖGREGLUSTJÓRI

Brotthvarf Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra tekur á sig ýmsar myndir. Hér er ein: Þegar Helgi Magnús Gunnarsson var flæmdur úr embætti vararíkissaksóknara fyrir skemmstu reyndi nýr...

ÞÓRHALLUR STOFNAR MINNSTA FJÖLMIÐIL LANDSINS

Þórhallur Gunnarsson margreyndur stjórnandi ljósvakamiðla um áratugaskeið hefur stofnað minnsta fjölmiðil landsins sem hann nefnir Klaki Stúdíó en Klaki heitir heimiliskötturinn hans. Þórhallur tilkynnir...

NÝI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN OG ÓLAFUR RAGNAR ERU BRÆÐRASYNIR

Grímur Hergeirsson, nýr ríkislögreglustjóri, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, eru bræðrasynir. Það er svona í pottinn búið skv. upplýsingum frá Sigurði Boga...

HEIMIR KAUPIR KÓTILETTUR – VARÐ HISSA

Heimir Karlsson morgunhani á Bylgjunni fór í kótilettu leiðangur og það gekk svona fyrir sig: - "8 litlar - má jafnvel færa rök fyrir því að...

Sagt er...

Tónlistarstjarnan Bríet fór til Nashville og kom heim kántrí. Hún er að leggja heiminn að fótum sér. https://www.youtube.com/watch?v=2EZhExWEBFc

Lag dagsins

Hún var samferðakona Bítlanna og fleiri breskra hljómsveita sem sprungu út á sjöunda áratugnum og lögðu ekki aðeins Breska heimsveldið að fótum sér heldur...