HomeGreinarHUGLEIÐING MÓÐUR UM ÞINGMANNINN SINN

HUGLEIÐING MÓÐUR UM ÞINGMANNINN SINN

„Siggi okkar hefur ósjaldan komið fjölskyldunni á óvart með því sem hann hann hefur tekið sér fyrir hendur allt frá því hann var barn að aldri,“ segir dægurlaga og myndlistarkonan Þuríður Sigurðardóttir en sonur hennar, Sigurður Helgi Pálmason, var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í Suðurkjördæmi. Þuríður lætur hugann reika:
„Hann hefur farið eigin leiðir, á sínum forsendum, stundum á skjön við okkar lifnaðarhætti, eins og þegar hann 7 – 8 ára fór að stunda kaþólskar messur á sunnudögum, reyndar í næsta nágrenni, hjá nunnunum hér í Garðabæ. Hann klæddi sig upp á sunnudagsmorgnum, reimaði á sig messuskóna, sem hann kallaði svo, gekk til messu og ræddi svo trúmál við okkur heimilisfólkið eftir messu – og líf nunnana, sem honum þótti sérkennilegt og áhugavert.
Þegar hann var 11 ára spurði hann hvort við ættum skjalatösku, því hann ætlaði að fara á fund hjá Myntsafnarafélagi Íslands, með mynt sem hann hafði sankað að sér og vissi allt um. Við fundum gamla skjalatösku og horfðum á eftir honum ganga út á stoppistöð með töskuna, sem var svo sérkennilega stór í höndum drengsins. Áhugi Sigga á mynt hafði vaknað og í því eins og öðru kynnti hann sér mynt og seðla í þaula og fáir taka honum fram í þekkingu á því sviði og í Myntsafnarafélaginu eignaðist hann vini fyrir lífstíð, sem sumir voru þá á áttræðisaldri.
Og Siggi kom okkur enn eina ferðina á óvart þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að gefa kost á sér í framboð fyrir Flokk Fólksins.
Ég veit að ef Siggi fer á þing mun hann vinna þar af heilindum, ósérhlífni og elju eins og hann gerir í lífinu öllu. Siggi má aldrei neitt aumt sjá, hann sinnir fólkinu sínu þannig svo eftir því er tekið og er alltaf til staðar fyrir vini og fjölskyldu, sem ég þykist vita að mun gjalda líku líkt og kjósa hann til góðra verka fyrir þjóðina, eins og fleiri. Það þarf fólk eins og Sigga á Alþingi.“
Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

VALKYRJURNAR Í VALHÖLL

Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland eru að mynda ríkisstjórn. Inga segir að þetta verði valkyrjustjórn og hinar tvær kinka kolli: - Valkyrjur eru kvenkyns...

KOSNINGASKYRTA KRISTRÚNAR UPPSELD

Fyrir kosningar var frá því greint hér að Kristrún Frostadóttir, sigurvegarinn í Samfylkingunni, hefði mátað svarta glimmerskyrtu í tískuvöruversluninni Mathilda í Smáralind. Hún keypti...

TRÖLLI FÓR Í KIRKJU OG FRELSAÐIST

Trölli sló í gegn á jólahátíð á Austurvelli í dag og kætti jafnt börn og fullorðna. En þetta tók á og Trölli var við...

GLUGGAÞVOTTUR GLERAUGNASALANS

Barnabarn gleraugnasalans á Laugavegi hjálpar afa sínum að þvo verslunargluggann undir árvökulu augnaráði módelsins á mynd fyrir aftan.

KJÖRSTAÐIR EINS OG SUBWAY

"Ég veit ekki hvað ég á að kjósa. Hvað á ég að kjósa? Og af hverju?" spyr Óttar M. Noðrfjörð rithöfundur og er ekki...

HÓLMINN Í TJÖRNINNI TEKINN Í GEGN Á ÍS

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í stóra hólmanum í Tjörninni eftir helgi en markmið framkvæmdanna er að styrkja fuglalífið á Tjörninni. Farið...

UPPSELT HJÁ HALLGRÍMI Á KJARVALSSTÖÐUM

Hallgrímur Helgason verður með leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum sem ná yfir 40 ára feril hans sem myndlistarmanns. Tvær ferðir verða...

ALDREI MEIRI JÓLASKREYTINGAR Í REYKJAVÍK

Aldrei hefur verið meira skreytt í Reykjavík fyrir hátíðarnar, en hana prýða nú yfir 500 þúsund ljósaperur og 50 kílómetrar af jólaseríum. 25 styrkjum var...

ÞEGAR SNÆFUGL SÖKK

"Þessa mynd tók ég á síldinni 1963 austur af landinu. Þarna er Snæfugl SU 20 að háfa með gott kast," segir Margeir Margeirsson veitingamaður...

ÚTVALDIR Í VESTURVIN

Á dögunum var myndlistarmönnum boðið að taka þátt í forvali að lokaðri samkeppni um listaverk í almannarými í Vesturvin á Héðinsreit í Vesturbæ Reykjavíkur.Nú...

NÝ SPÁ: 35 NÝIR ÞINGMENN

Andrés Jónsson og Þórhallur Gunnarsson spá í spilin í Bakherberginu sem er hlaðvarp um pólitík og alls konar: - Við spáum fyrir um hver verði kjörin...

RÆSTING Á HRAFNISTU EINKAVÆDD

Íbúum að aðstandendum þeirra á Hrafnistu hefur borist póstur frá Freyju Ósk Þórisdóttur aðstoðarhjúkrunardeildarstjóra: - Kæru íbúar og aðstandendur "Tekin hefur verið ákvörðun að útvista ræstingu á...

Sagt er...

Valdimar Tómasson , gangandi ljóðskáld, sendir frá sér vísu í tilefni dagsins: Heyrðu mig Halla hvað ertu að malla

Lag dagsins

Ármann Reynisson rithöfundur og athafnaskáld er 73 ára í dag. Hann hefur víða litið við á lífsleiðinni; nú síðast var hann að stofna Gullmarkaðinn...