Hvítir stirgaskór eru mjög í tísku og notaðir við öll tilefni, meira að segja fermingar og brúðkaup. En þeir eru skítsælir og því hefur borið á því að fólk freistist til að þvo þá í uppþvottavélum sem alls ekki ætti að gera. Segja viðgerðamenn sem hafa vart undan að lagfæra.