Aldrei hefur verið meira skreytt í Reykjavík fyrir hátíðarnar, en hana prýða nú yfir 500 þúsund ljósaperur og 50 kílómetrar af jólaseríum.
25 styrkjum var úthlutað úr viðburðapotti jólaborgarinnar til listafólks sem mun skemmta gestum og gangandi í miðborginni. Kórsöngur, harmonikkutónlist og lúðrablástur mun heyrast um miðborgina og sjá til þess að halda uppi jólastemningunni í miðborginni.