„Þessa mynd tók ég á síldinni 1963 austur af landinu. Þarna er Snæfugl SU 20 að háfa með gott kast,“ segir Margeir Margeirsson veitingamaður kenndur við Mónakó og Keisarann:
„Það spáði versnandi veðri þarna og sökk Snæfugl 30. júní 1963 á landleið. Allir komust lífs af sem betur fer. Þarna rennir stór nossari sér hjá til að kíkja á aflabrögðin.“