Andrés Jónsson og Þórhallur Gunnarsson spá í spilin í Bakherberginu sem er hlaðvarp um pólitík og alls konar:
–
Við spáum fyrir um hver verði kjörin á þing, hvaða stjórnarmynstur séu líklegust, hvaða flokkar eigi mesta möguleika á ríkisstjórnarþátttöku og hvaða einstaklingar innan þeirra flokka komi til greina sem ráðherrar.
Einnig er velt upp hvaða ráðuneyti flokkarnir gætu fengið og hver séu líkleg til að stýra þeim af hálfu flokkanna.
Samkvæmt spánni verða 35 nýir einstaklingar kosnir á þing (56% þingmanna) en þar af eru 27 konur (43%) og 36 karlar.
Bakherbergið hefur annars farið vel af stað og er hluti af ört stækkandi flóru hlaðvarpa sem fjalla um stjórnmál og önnur samfélagsmál.