
„Við Steinunn höfðum áhyggjur af því að geta ekki kosið. Komum hingað til Tenerife áður en utankjörstaðakosning hófst heima og förum ekki til Íslands fyrr en í desember. Enginn ræðismaður hér,“ segir Markús Örn Antosson fyrrum borgarstjóri og útvarpsstjóri aem hefur aldrei látið sig vanta á kjörstað enda stundum sjálfur í framboði. En þetta reddaðist:
„Úr þessu rættist þegar utanríkisráðuneytið efndi til kjörfundar á nálægu hóteli í fyrradag, þar sem ég smellti af meðfylgjandi mynum. Nú er D-ið mitt á leiðinni heim!“
–
