HomeGreinarSÚRRANDI KARLREMBA Á FJÖLMIÐLUM

SÚRRANDI KARLREMBA Á FJÖLMIÐLUM

„Ég hef unnið um árabil í fjölmiðlum á Íslandi og byrjaði árið 2006,“ segir Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur með meiru og lítur um öxl að gefnu tilefni:
„Ég man vel eftir þeirri súrrandi karlrembu sem einkenndi marga vinnustaði sem ég vann á. Við konurnar vorum í miklum minnihluta, oft örfáar á móti stórum hópi karla. Ég man eftir að hafa verið aðallega beðin um að skrifa fréttir um leikskólamál og líka ef fínt skemmtiferðaskip var kannski á leið í höfn.
Ég man eftir að hafa setið ritstjórnarfundi þar sem gert var lítið úr konum í íslenskum stjórnmálum og þá aðallega hæðst að útliti þeirra eins og klæðaburði og þyngd. Ég man eftir hvernig strákarnir héldu alltaf hópinn, stóðu saman og hrósuðu hver öðrum. Ég man eftir þeirri tilfinningu að það að vera kona á vinnustaðnum hafi verið auka álag, auka vesen og auka byrði. Það að vera kona var erfitt, drullu erfitt.
Ég velti þessum tíma reglulega fyrir mér þegar rætt er um bakslagið sem við höfum séð í jafnréttismálum víða um heim síðustu árin. En jú jú, þetta var nú allt annar tími þarna í den og mikið var þetta nú steikt og glatað en já já, þetta var bara svona. En málið fokking er að þetta þurfti ekkert endilega að vera svona. Og það að einhver og einhverjir hafi hellt olíu á þetta karlrembubál með rætnum skrifum árum saman vil ég meina sé ákveðið áfall fyrir konur eins og mig. Þetta tímabil hafði afleiðingar og hefur enn afleiðingar fyrir kvenréttindi, fyrir öryggi kvenna almennt. Þetta tímabil var nefnilega ekki bara það og svo er það liðið. Þetta smitaði yfir í næstu kynslóðir stráka og hefur áhrif.“
TENGDAR FRÉTTIR

ÍSDROTTNINGIN Í SNJÓNUM

Ísdrottningin og forsetaframjóðandinn Ásdís Rán eyddi helginni á skíðum með Þórði Daníel Þórðarsyni í Bansko Ski Resort í Búlgaríu: "Bansko var að rokka um helgina...

BJÖSSI FANN LÍFSLÖNGUN AFTUR Á REYKJALUNDI

"Mikið er þetta líf nú undarlegt. Fyrir nokkrum mánuðum var ég þunglyndis kall sem sá engan tilgang með þessu brölti mínu gegnum lífið. Maður...

GALLABUXUR VALDA GEGGJUN – GO, JOHNNY GO!

Fréttir af gallabuxum Jóns Gnarr í þingsal Alþingis hafa valdið gamalkunnugum usla. Þetta hefur gerst víðar og oftar eins og Sveinn Markússon járnlistamaður í...

KRISTRÚN SETTI GUÐMUNDU Á VEGGINN

Kristrún Frostadóttir hefur skipt út málverki í skrifstofu forsætisráðherra eins og venja er með nýjum herrum. Kristrún hefur valið mynd eftir Guðmundu Andrésdóttur, geómetríska...

ÍSLENSKUR SKANDALL Á TENE – FRÉTTASKEYTI

Fréttaskeyti frá Tenerife - óskað er nafnleyndar: - Yfirstjórn Alvoteck fór í lúxúsferð til Tene. Á flottasta hótelið. Þar var mikið partý og sáust framkvæmdastjórar á...

INGVI ÞÓR ÞURFTI AÐ SANNA AÐ HANN VÆRI EKKI GERVIMENNI, HUNDUR EÐA…

"Óprúttinn aðili náð frá mér auðkenni og stofnaði undarlegan reikning á Instagram sem var eytt og Facebook-reikningi mínum síðan í leiðinni," segir Ingvi Þór...

ELDSPÝTUR Á GRUNDARSTÍG

Mynd af eldspýtustokk framan á rafmagnskassa við timburhús á Grundarstíg. Myndin sýnir Geysi í Haukadal og lykil. Lykillinn er vörumerki verksmiðjunnar sóló í Tékkóslóvakíu...

TVÍBURAR Í TAKT

Í tilefni af 60 ára afmæli tvíburabræðra (24. feb.) er loksins komið að fyrstu samsýningu þeirra í Gallerí Göngum í Háteigskirkju 22. feb. kl....

VINSÆLAR HOLUR

"Hér er mynd frá Hafnargötu í Keflavik, frá cirka 1975," segir Margeir Margeirsson athafnamaður frá Keflavík: "Þarna voru á þessum tíma svona holur í malbikinu...

SONUR GEORGS GUÐNA Í KLING&BANG

Hrafnkell Tumi, sonur hins goðsagnakennda málara Georgs Guðna (1961-2011), opnar sýningu í Kling & Bang í Marshallhúsinu á Granda laugardaginn 22. feb. Loftlína heitir...

STOP OVER NÆTURGAMAN OG LÍFSLEIKNI

Þetta listaverk var á vegi ferðamans í Kolaportinu. Hann féll fyrir því þegar búið var að þýða textana fyrir hann og sagði þá (í...

BRÚÐKAUPSMYND Í KOLAPORTINU

"Jesús blæs i seglin meðan brúðhjónin leggja árar í bát og stefna út í óvissuna," heitir þessi mynd. Fæst í Kolaportinu - aðeins þetta eina...

Sagt er...

"Gleðilegan konudag allar saman," segir fjöllistamaðurinn Snorri Ásmundsson í kvennafans á eigin mynd.

Lag dagsins

Svavar Örn, hárgreiðslumeistari og eftirlæti fræga fólksins, er afmælisbarn helgarinnar (51). Stundum kallaður "gullgreiðan" og það með réttu. Hann fær óskalagið I'm Gonna Wash...