HomeGreinarMAGGI Í TJÖRUHÚSINU SJÖTUGUR - BRÓÐURKVEÐJA

MAGGI Í TJÖRUHÚSINU SJÖTUGUR – BRÓÐURKVEÐJA

Maggi í Tjöruhúsinu á Ísafirði, einum þekktasta veitingastað á landinu og þó víðar væri leitað, er sjötugur í dag. Jóhann Hauksson fjölmiðlamaður, bróðir Magga, sendir honum fallega afmæliskveðju:

Jóhann Hauksson
Jóhann Hauksson

„Elsku besti bróðir minn, Magnús Hauksson, hefur sjö áratugi að baki frá og með deginum í dag. Móðir okkar heitin, Erla Jóhannsdóttir, á sama afmælisdag og hefði orðið 94 ára. Blessuð sé minning mömmu.

Maggi er sprækur, útsjónasamur, duglegur, greiðvikinn og gjafmildur mannvinur, sem hjálpað hefur mörgum til manns. Hann er pragmatískur (líka pólitískt) og fordómalaus.
Hann og Ragnheiður Halldórsdóttir, eiginkona hans, hafa brallað margt á lífsleiðinni. Fyrir utan það að hafa alið þrjú yndisleg börn, Hauk Sigurbjörn, Salóme Katrínu og Guðmund Björgvin (og sannarlega alið upp fleiri að einhverju leyti) eru þau líklega þekktust fyrir að hafa komið á fót veitingastaðnum Tjöruhúsinu á Ísafirði sem þau reka enn. Flestir vita að orðspor Tjöruhússins hefur borist langt út fyrir landsteinana og verið ferðaþjónustu á Vestfjörðum mikil lyftistöng undanfarna tvo áratugi eða svo.
Til hamingju með daginn kæri bróðir. Megi góð heilsa og hamingja fylgja þér hvert fótmál.“
TENGDAR FRÉTTIR

HUNDASKÍTUR Í HÖGGMYNDAGARÐI

Húsmóðir í Vesturbænum skifar: Myndhöggvarafélagið hefur útbúið viðvörunarskilti við innganginn í sýningargarði félagsins á Nýlendugötu. Mætti vera á fleiri stöðum borgarinnar og víðar. Eigandinn er...

KAFFIHÚS GAMLA FÓLKSINS Á GRUND

Frá hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut - Við vekjum athygli á því að nú hefur kaffihúsið Kaffi Grund verið opnað. Það er nú opið alla daga vikunnar...

„SKÖMMIN ER MÍN“ – JÓN ÓSKAR HORFÐI Á VIGDÍSI

"Skömmin er mín," segir myndlistamaðurinn Jón Óskar sem lærði frönsku í menntaskóla og var að horfa á marglofaða sjónvarpsþætti um Vigdísi forseta: "Ég var algjör...

TVEIR MILLJARÐAR FYRIR LÓÐ Í LAUGARDAL

Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarétt á lóð Laugardalshallar við Engjaveg. Heildargreiðsla fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld eru rúmir tveir milljarðar króna -...

VIÐBYGGING GLEYPIR HÚS BJARKAR Á GRETTISGÖTU

Engu er líkara en viðbygging við gamalt timburhús á Grettisgötu 40 sé hreinlega að gleypa það frá götu séð. Gamla húsið var eitt sinn...

DAUÐROTAÐUR KÖTTUR HEILLAR TÚRISTA Á HVERFISGÖTU

Vegfarandi sem leið átti um Hverfisgötu í dag rak augun í steinsofandi kött í útstillingarglugga verslunar. Hélt hann fyrst að kötturinn væri dauður, kannski...

VALKYRJURNAR KOMNAR Í LUNDABÚÐIRNAR

Valkyrjurnar þrjár sem slegið hafa í gegn í íslenskri pólitík eru komnar í lundabúðirnar í Reykjavík. Ekki er hægt að fá þær þrjár í...

HIS MASTER´S VOICE

Eitt frægasta vörumerki 20. aldarinnar; His Master's Voice. Hundurinn hét Nipper vegna þess að hann "nippaði" alltaf aftan í fótleggi fólks sem átti leið hjá....

TUNGLIN OG TRUMP

"Hvílíkir tímar sem við lifum á!," segir Guðmundur Franklín Jónsson Hægri grænn leiðsögumaður og frambjóðandi: "Sjaldgæfur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað daginn eftir (21....

UMMERKI EFTIR MANNINN EN MANNVERAN HVERGI SJÁANLEG

Þann 17. janúar opnar samsýningin "VEÐRUN" á verkum félaga í FÍSL – Félags íslenskra samtímaljósmyndara - í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands...

TÍU LITLIR BANKASTRÁKAR Í KOLAPORTINU – 12.000 KRÓNUR

Þessi bók eftir Óttar Norðfjörð er uppseld fyrir löngu en eitt eintak er til í Kolaportinu og kostar 12.000 krónur.

VINNA MEÐ LITLUM FYRIRVARA

Þessi auglýsing birtist á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni Vinna á Selfossi með stuttum fyrirvara: Hæhæ. Ég er 45 ára karl frá Úkraínu sem nú bý einn...

Sagt er...

Þetta blasir við viðskiptavinum Eymundsson í Austurstræti  þegar þeir ganga inn í búðina. Heill veggur á vinstri hönd á besta stað; íslenskar barnabækur á...

Lag dagsins

Enska söngkonan Sade er afmælisbarn dagsins (66). Fædd í Nígeríu en sló í gegn viða um heim með plötunni Diamond Life 1984. Áður hafði...