„Á degi einhleypra hef ég það að segja að það er gaman að vera einhleypur og stundum kannski of þægilegt,“ segir Snorri Ásmundsson fjöllistamaður sem fer eigin leiðir, bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir og er með sjálfum sér:
„Ég hef verið einhleypur mestan hluta af lífinu og ein vitur íslensk kona í Los Angeles sagði einu sinni við mig að muna það að það sé ekki það versta að enda uppi einn. Ég skil mjög vel hvað hún meinti. Ég nýt þess að vera einhleypur, á meðan það endist og kostirnir eru margir þó auðvitað njóti maður hlutana betur ef maður deilir því með öðrum. Til hamingju einhleypir!“