Ármann Reynisson, landsþekktur fagurkeri, rithöfundur og fyrrum fjármálafursti, hyggur á landvinninga í fjármálakerfinu og veðjar á skíra gull:
„Á annað ár hef ég ásamt Halldóri Birni Baldurssyni viðskiptafrömuði verið að undirbúa opnun fyrsta gullmarkaðarins á Íslandi í samstarfi við Auvesta, eitt virtasta gullfyrirtæki Þýskalands,“ segir Ármann ánægður með gang mála:
„Hugmyndin er að kenna Íslendingum að fjárfesta hluta af sparnaði sínum í gulli á þessum óvissutímum. Í þeirri fjármálaóreiðu sem ríkt hefur á Íslandi í áratugi, til dæmis bankahruninu alræmda, hefði gulleign almennings bjargað fjárhag tugþúsusunda sparifjáreigenda og almennra sjóða.“