HomeGreinarÍSLENDINGAR Í BRETLANDI MISSA PERSÓNUAFSLÁTTINN UM ÁRAMÓT

ÍSLENDINGAR Í BRETLANDI MISSA PERSÓNUAFSLÁTTINN UM ÁRAMÓT

Kuldahrollur er í Íslendingum sem búsettir eru í Bretlandi vegna laga sem taka gildi um áramót og svipta þá íslenskum persónuafslætti. Lögin áttu að taka gildi í fyrra en var þá frestað um ár og nú er sá tími brátt útrunninn.

650 Íslendingar í Bretlandi hafa skrifað undir mótmælaskjal vegna þessa enda telja þeir sig missa verulegan spón úr aski sínu við þetta. Annað lagafrumvarp sem slær þetta út af borðinu er klárt á Alþingi en fær tæpast afgreiðslu fyrir áramót og þá um seinan.

Einn þessara Íslendinga er Vilhjálmur Ragnarsson sem búsettur hefur verið á Norður Írlandi í 20 ár og starfað þar við kvikmyndagerð og aðrar skapandi greinar:

„Ef þetta frumvarp verður ekki samþykkt munu lífeyrisþegar búsettir erlendis missa persónuafsláttinn og lækka í útborgunum um allt að 30% á milli mánaða. Fyrir er þessi hópur skertur töluvert með búsetuskerðingum og fær engar félagslegar bætur sem eru stór partur af lífeyrisbótum,“ segir Vilhjálmur sem unir hag sínum vel á Norður Írlandi, hættur að vinna en væri alveg til í aða flytja heim ef hann hefi efni á því eins og hann orðar það sjálfur:

„Það er ágætt hérna, ódýrt að lifa og góður vinahópur. Hitti börn og barnabörn reglulega í sameiginlegum fríum á heitari stöðum og í stuttum skreppum til Íslands. Held mér andlega í þokkalegu jafnvægi með að skrifa eitthvað sem finnst í dánarbúinu og verður heimsfrægt. Ég ferðast mikið um Evrópu í 15 ára gömlum SAAB blæjubíl með sambýliskonu minni og tíkinni Þóru.“

TENGDAR FRÉTTIR

HUNDASKÍTUR Í HÖGGMYNDAGARÐI

Húsmóðir í Vesturbænum skifar: Myndhöggvarafélagið hefur útbúið viðvörunarskilti við innganginn í sýningargarði félagsins á Nýlendugötu. Mætti vera á fleiri stöðum borgarinnar og víðar. Eigandinn er...

KAFFIHÚS GAMLA FÓLKSINS Á GRUND

Frá hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut - Við vekjum athygli á því að nú hefur kaffihúsið Kaffi Grund verið opnað. Það er nú opið alla daga vikunnar...

„SKÖMMIN ER MÍN“ – JÓN ÓSKAR HORFÐI Á VIGDÍSI

"Skömmin er mín," segir myndlistamaðurinn Jón Óskar sem lærði frönsku í menntaskóla og var að horfa á marglofaða sjónvarpsþætti um Vigdísi forseta: "Ég var algjör...

TVEIR MILLJARÐAR FYRIR LÓÐ Í LAUGARDAL

Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarétt á lóð Laugardalshallar við Engjaveg. Heildargreiðsla fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld eru rúmir tveir milljarðar króna -...

VIÐBYGGING GLEYPIR HÚS BJARKAR Á GRETTISGÖTU

Engu er líkara en viðbygging við gamalt timburhús á Grettisgötu 40 sé hreinlega að gleypa það frá götu séð. Gamla húsið var eitt sinn...

DAUÐROTAÐUR KÖTTUR HEILLAR TÚRISTA Á HVERFISGÖTU

Vegfarandi sem leið átti um Hverfisgötu í dag rak augun í steinsofandi kött í útstillingarglugga verslunar. Hélt hann fyrst að kötturinn væri dauður, kannski...

VALKYRJURNAR KOMNAR Í LUNDABÚÐIRNAR

Valkyrjurnar þrjár sem slegið hafa í gegn í íslenskri pólitík eru komnar í lundabúðirnar í Reykjavík. Ekki er hægt að fá þær þrjár í...

HIS MASTER´S VOICE

Eitt frægasta vörumerki 20. aldarinnar; His Master's Voice. Hundurinn hét Nipper vegna þess að hann "nippaði" alltaf aftan í fótleggi fólks sem átti leið hjá....

TUNGLIN OG TRUMP

"Hvílíkir tímar sem við lifum á!," segir Guðmundur Franklín Jónsson Hægri grænn leiðsögumaður og frambjóðandi: "Sjaldgæfur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað daginn eftir (21....

UMMERKI EFTIR MANNINN EN MANNVERAN HVERGI SJÁANLEG

Þann 17. janúar opnar samsýningin "VEÐRUN" á verkum félaga í FÍSL – Félags íslenskra samtímaljósmyndara - í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands...

TÍU LITLIR BANKASTRÁKAR Í KOLAPORTINU – 12.000 KRÓNUR

Þessi bók eftir Óttar Norðfjörð er uppseld fyrir löngu en eitt eintak er til í Kolaportinu og kostar 12.000 krónur.

VINNA MEÐ LITLUM FYRIRVARA

Þessi auglýsing birtist á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni Vinna á Selfossi með stuttum fyrirvara: Hæhæ. Ég er 45 ára karl frá Úkraínu sem nú bý einn...

Sagt er...

Þetta blasir við viðskiptavinum Eymundsson í Austurstræti  þegar þeir ganga inn í búðina. Heill veggur á vinstri hönd á besta stað; íslenskar barnabækur á...

Lag dagsins

Enska söngkonan Sade er afmælisbarn dagsins (66). Fædd í Nígeríu en sló í gegn viða um heim með plötunni Diamond Life 1984. Áður hafði...