„Það sem ég skil ekki er – hvernig getur formaður Sósíastaflokks Íslands átt svona dýran mat í ísskápnum sínum meðan kjósendur flokksins eiga ekki fyrir mat?,“ spyr Vigdís Hauksdóttir, súperbomba frasóknarmanna allra flokka, Gunnar Smára Smára Egilsson sósíalistaforingja sem var að birta skemmtilega bakþanka um innihald ísskápsins heima þegar hann stóð þar hjá svangur og eilítið í vafa um hvað gera skyldi.
Þarna voru afgangar af ýmsu, leifar af lambahrygg, hvítlaukur, andafita og ansjósur plús nokkrrar kartöflur. Og Gunnnar Smári svarar Vigdísi fullum hálsi með fullan munn af afgöngum:
„Með því að vinna eins og skepna á taxtakaupi Blaðamannafélagsins og eyða ekki peningunum í brennivín og vitleysu á Klausturbarnum. Ekkert af þessu var dýrt, nema lambið; hitt voru afgangar. Það má nýta mat vel ef maður er sæmilega edrú.“