„Fyrir margt löngu var ég strákur í sveit á Skarðströndinni sem var nokkuð afskekkt. Veislur voru fáar en vel sóttar af dásamlega vingjarnlegu fólki með breið og örlát bros,“ segir Sverrir Agnarsson múslimi og sósíalist þegar hann rifjar upp færslu á Facebook í kosningum fyrir sjö árum:
–
„Einhverju sinni þegar kallarnir brustu í hlátur tók ég eftir því að allir 16 tanngarðanir sem við mér blöstu voru nákvæmlega eins,sem olli mér nokkrum heilabrotum. Seinna komst ég að því að upp úr fimmtugu fóru bændur til Búðardals og létu draga úr sér – en tannlæknirinn kom einu sinni á ári með tannsmið með eitt mót og hraðar hendur..
–
Gallup og samskonar fyrirtæki sem öll vinna samkvæmt sömu aðferðum, greina fyrir flokkana hvaða málefni og afstaða til þeirra fellur best í kramið hjá kjósendum og er líklegast til árangurs í kosningum og könnunum. Önnur fyrirtæki með sömu aðferðir ráðleggja frambjóðendum varðandi klæðnað og litgreiningu. Og enn önnur og sem ráðleggja um radd- andlits-og líkamsbeitingu – hverning lófar eru lagðir yfir handarbök og hvernig litið er í myndavélar alvarlegum augum af festu með ábyrgð.
–
Eru ekki íslensk stjórnmál einhverskonar útgáfa af fölskum tönnum?“