Húsfaðir í Vesturbænum sendir póst:
–
Facebook óskar karlmaður konu til lukku með daginn og spyr hana í leiðinni að aldri. Má þetta?
–
Má – þrátt fyrir allt jafnréttistalið – spyrja konu að aldri?
Eru það ekki óskrifuð lög að spyrja konu ekki að aldri nema hún sé örugglega yngri en tvítug?
–
Eða er þetta birtingarmynd þess að tabú þjóðfélagsins séu að falla hvert af öðru?
–
Er spyrjandinn þarna að brjóta múr sem hingað til hefur skákað sjálfum Berlínarmúrnum?
–
Eitt er víst, þessi fífldjarfi karlamaður á Facebook hefur hér kveikt umræðubál sem mun ekki slökkva fyrr en spurningunni hefur verið svarað um það hvers vegna það hefur – þangað til í dag – þótt óviðeigandi að spyrja konu að aldri.
–
Er ekki alltaf sagt að konur verði fallegri með aldrinum? Ætti kannski að vera skylda að spyrja konur ávallt að aldri í þeim tilgangi að skjalla þær?
–
Svo er spurning hvaða múr fellur næst. Kannski þessi: Hvað ertu með í laun?