Bónusgrísinn er að verða vinsælt myndefni hjá túristum hé á landi sem láta mynda sig fyrir framan bleika og góðlega hausinn sem víða birtist í yfirstærð. Einnig seljast Bónusbolir með sama vörumerki eins og heitar lummur.
Vörumerkjahönnurður frá London sem var hér á ferð sagði Bónusgrísinn sterkasta vörumerkið sem hann hefði rekist á hér á landi. Festi hann kaup á nokkrum bolum, í ýmsum litum, sem hann notar við jakkaföt í samkvæmum í London og segir svínvirka.