Stytta af uglu var sett upp á þak söluskála Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur til að flæma burt máva sem voru að verða plága meðal ferðamanna sem sækja staðinn stíft.
Mávunum dauðbrá og hurfu af vettvangi í heila tvo daga. Svo virðist sem þeir hafi komist að þeirri réttu niðurstöðu að þessi ugla gæti hvorki flogið né ráðist á þá og sneru því til baka aldrei kátari með viðeigandi mávagargi. Komnir til að vera.