Viðskiptaveldi Kormáks og Skjaldar er að flytja inn í sögufrægt hús verslunarinnar Brynju á Laugavegi sem staðið hefur autt um skeið eftir að Brynja hætti störfum.
Þetta er drjúg viðbót hjá Kormáki og Skildi sem um árabil hafa rekið verslun sína í kjallaranum í gamla Kjörgarði ofar á Laugavegi, aðra verslun á Skólavörðustíg og svo í Leifsstöð. Auk þess hafa þeir félagar lengi dælt eigin bjór, Bríó, á Ölstofu sem við þá er kennd bak við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg.