Þessi risamynd blasir við viðskiptavinum Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg þegar þeir ganga inn. Íslenk kona, umvafin íslenskri ull lokkar og laðar og virkar hvetjandi á túrista til viðskipta með augnaráðinu einu.
Módelið er Erla Þórarinsdóttir, landsþekkt myndlistarkona, dóttir Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur sem var í lykilhlutverki þegar Ólafur Ragnar, þáverandi eiginmaður hennar, vann sinn fyrsta kosningaslag um forsetaembættið. Guðrún Katrín lést fyrir aldur fram 1998, 64 ára.