Heilbrigðseftirlit borgarinnar hefur skorið upp herör gegn lausasölu söluturna á sigarettum í stykkjatali.
Nokkrar af þeim fáu sjoppum sem enn eru til á götuhornum hafa selt sígarettur í lausi, eitt stykki á 100 krónur og sem ætti í raun að kosta um 80 krónur sé miðað við pakkaverð þar sem 20 eru í pakka.
Hefur þessi þjónusta mælst vel fyrir hjá reykingafólki sem reynir að tempra tóbaksneyslu sína og gefist vel. En eftirlitskerfi hins opinbera er á öðru máli – annað hvort heill pakki eða ekkert með hótunum um sviptingu á tóbakssöluleyfi sé reglum ekki fylgt.