Ölgerðin hefur tekið upp á því að auglýsa nýjan orkudrykk á holræsalokum viðvegar um Reykjavík. Eru þær eins og steyptar ofan í gangstéttir og verða þannig hluti af borgarlandslaginu.
Engill heitir drykkurinn og er í dós – sykurlaus, D-vítamín og sink og 160 mg af koffíni.
Ef haldið verður áfram að auglýsa svona um land allt verður dreifingin umtalsverð en ekki er vitað á þessari stundu hveru mörg holræsalokin eru á Íslandi.