Bensínstöð N1 við Hringbraut hefur tekið upp gjaldskyldu á bílastæðum við stöðina og falið einkafyrirtækinu Easypark / Green parking að sjá um framkvæmdina. Rekur viðskiptavini í rogastans þegar þeir ætla að koma við í sjoppunni þarna og sjá tilkynningu þar um á skilti á skilti við aðaldyr.
Reyndar eru fyrstu 45 mínúturnar gjaldfrjálsar en síðan kostar klukkutíminn 600 krónur, greiðsluhámkark í hvert sinn 4.500 krónur og vanrækslugjald 5.500 krónur. Gildir þetta allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
„Fljótt að fara upp í 10 þúsund kall – að parkera við bensínstöð!“ sagði fastakúnni og flýtti sér í burtu.