Hvergi á landinu, og jafnvel Evrópu allri, er jafnmikið úrval af íslensku sjávarsalti og í Bónus á Laugavegi. Verslunin þar er í uppáhaldi hjá túristum sem eru fljótir að áttta sig á hvar er ódýrast að versla fæðu í miðbænum. Og Bónus svarar með heilu hillumetrunum af íslensku salti.
Nóg er til af salti í heimalöndum ferðamannanna en þeir vilja prófa þetta og gera svo um munar. Hraunið frá Góu rennur líka út og verður samferða saltinu í körfunni á útleið: