HomeGreinarPABBASÖGUR AF FÆÐINGU

PABBASÖGUR AF FÆÐINGU

Fæðingarsögur feðra er bók sem inniheldur 60 aðsendar sögur frá feðrum af fæðingum barna þeirra. Bókin er hluti af verkefni sem fór af stað árið 2019 og snýr að því að opna á umræðuna um upplifun feðra af fæðingum.

Ísak og Gréta.
Ísak og Gréta.

Höfundar bókarinnar eru Gréta María Birgisdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfæðingur og Ísak Hilmarsson stærðfræðingur. Þau eiga saman þrjú börn og söfnuðu saman fyrir útgáfunni á Karolina Fund, stefndu á 3.000 evrur en voru búin að sprengja það takmark þegar síðast fréttist og komin 500 evrur yfir það ásett mark.

Þau bjuggu í Uppsala í Svíþjóð í eitt ár og átt þá eitt barn. Þá var nægur tími til að ræða um allt milli himins og jarðar. Gréta var að ræða um þátttöku föður í fæðingarferlinu og hvað það væri örugglega flókið að upplifa allar þessar tilfinningar og finnast maður kannski lítið getað gert, þegar stuðningurinn er í raun það besta sem hægt er að gera. Fæðandi kona upplifir alls konar í fæðingunni sinni en líkaminn er hannaður til að gleyma því erfiða svo hver kona fæði ekki bara eitt barn á lífsleiðinni. Feður eru ekki forritaðir til að gleyma og upplifa ferlið kannski á allt annan hátt en fæðandi konan þeirra.

„Þetta var bara ekkert svo vitlaus hugmynd,“ bætir Ísak við: „Það eina sem feður eru spurðir eftir fæðingu er hvort það hafi liðið yfir þá eða hvort þeir hafi klippt á naflastrenginn. Annað er bara ekki rætt.“

TENGDAR FRÉTTIR

GULLMOLI Á GRETTISGÖTU TIL LEIGU

Húsnæðið sem hýsti síðasta skósmiðinn í miðbæ Reykjavíkur á Grettisgötu 3 er nú til leigu. Þar var Þráinn skósmiður eitt sinn, svo tók Daníel...

BÓNUSHJÓL – LÚMSK AUGLÝSING

Þetta Bónushjól hefur sést víða í miðbæ Reykjavíkur. Tekur sig vel út í Bónuslitunum, lásinn er meira að segja í stíl og er lagt...

ÍSDROTTNINGIN Í SNJÓNUM

Ísdrottningin og forsetaframjóðandinn Ásdís Rán eyddi helginni á skíðum með Þórði Daníel Þórðarsyni í Bansko Ski Resort í Búlgaríu: "Bansko var að rokka um helgina...

BJÖSSI FANN LÍFSLÖNGUN AFTUR Á REYKJALUNDI

"Mikið er þetta líf nú undarlegt. Fyrir nokkrum mánuðum var ég þunglyndis kall sem sá engan tilgang með þessu brölti mínu gegnum lífið. Maður...

GALLABUXUR VALDA GEGGJUN – GO, JOHNNY GO!

Fréttir af gallabuxum Jóns Gnarr í þingsal Alþingis hafa valdið gamalkunnugum usla. Þetta hefur gerst víðar og oftar eins og Sveinn Markússon járnlistamaður í...

KRISTRÚN SETTI GUÐMUNDU Á VEGGINN

Kristrún Frostadóttir hefur skipt út málverki í skrifstofu forsætisráðherra eins og venja er með nýjum herrum. Kristrún hefur valið mynd eftir Guðmundu Andrésdóttur, geómetríska...

ÍSLENSKUR SKANDALL Á TENE – FRÉTTASKEYTI

Fréttaskeyti frá Tenerife - óskað er nafnleyndar: - Yfirstjórn Alvoteck fór í lúxúsferð til Tene. Á flottasta hótelið. Þar var mikið partý og sáust framkvæmdastjórar á...

INGVI ÞÓR ÞURFTI AÐ SANNA AÐ HANN VÆRI EKKI GERVIMENNI, HUNDUR EÐA…

"Óprúttinn aðili náð frá mér auðkenni og stofnaði undarlegan reikning á Instagram sem var eytt og Facebook-reikningi mínum síðan í leiðinni," segir Ingvi Þór...

ELDSPÝTUR Á GRUNDARSTÍG

Mynd af eldspýtustokk framan á rafmagnskassa við timburhús á Grundarstíg. Myndin sýnir Geysi í Haukadal og lykil. Lykillinn er vörumerki verksmiðjunnar sóló í Tékkóslóvakíu...

TVÍBURAR Í TAKT

Í tilefni af 60 ára afmæli tvíburabræðra (24. feb.) er loksins komið að fyrstu samsýningu þeirra í Gallerí Göngum í Háteigskirkju 22. feb. kl....

VINSÆLAR HOLUR

"Hér er mynd frá Hafnargötu í Keflavik, frá cirka 1975," segir Margeir Margeirsson athafnamaður frá Keflavík: "Þarna voru á þessum tíma svona holur í malbikinu...

SONUR GEORGS GUÐNA Í KLING&BANG

Hrafnkell Tumi, sonur hins goðsagnakennda málara Georgs Guðna (1961-2011), opnar sýningu í Kling & Bang í Marshallhúsinu á Granda laugardaginn 22. feb. Loftlína heitir...

Sagt er...

Það myndast langar raðir ferðamanna sem reyna að finna út úr greiðslukerfi borgarinnar í stöðumæla. Tíminn kostar peninga.

Lag dagsins

Svavar Örn, hárgreiðslumeistari og eftirlæti fræga fólksins, er afmælisbarn helgarinnar (51). Stundum kallaður "gullgreiðan" og það með réttu. Hann fær óskalagið I'm Gonna Wash...