Fæðingarsögur feðra er bók sem inniheldur 60 aðsendar sögur frá feðrum af fæðingum barna þeirra. Bókin er hluti af verkefni sem fór af stað árið 2019 og snýr að því að opna á umræðuna um upplifun feðra af fæðingum.
Höfundar bókarinnar eru Gréta María Birgisdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfæðingur og Ísak Hilmarsson stærðfræðingur. Þau eiga saman þrjú börn og söfnuðu saman fyrir útgáfunni á Karolina Fund, stefndu á 3.000 evrur en voru búin að sprengja það takmark þegar síðast fréttist og komin 500 evrur yfir það ásett mark.
Þau bjuggu í Uppsala í Svíþjóð í eitt ár og átt þá eitt barn. Þá var nægur tími til að ræða um allt milli himins og jarðar. Gréta var að ræða um þátttöku föður í fæðingarferlinu og hvað það væri örugglega flókið að upplifa allar þessar tilfinningar og finnast maður kannski lítið getað gert, þegar stuðningurinn er í raun það besta sem hægt er að gera. Fæðandi kona upplifir alls konar í fæðingunni sinni en líkaminn er hannaður til að gleyma því erfiða svo hver kona fæði ekki bara eitt barn á lífsleiðinni. Feður eru ekki forritaðir til að gleyma og upplifa ferlið kannski á allt annan hátt en fæðandi konan þeirra.
„Þetta var bara ekkert svo vitlaus hugmynd,“ bætir Ísak við: „Það eina sem feður eru spurðir eftir fæðingu er hvort það hafi liðið yfir þá eða hvort þeir hafi klippt á naflastrenginn. Annað er bara ekki rætt.“