Pizzastaðurinn Popolare sem nýtur sívaxandi vinsælda í Mathöllinni í Pósthússtræti stefnir í útrás upp á Lauveg 11 þar sem veitingahúsið Ítalía var rekið um árabil við jafnvel enn meiri vinsældir. Íalía var seld og flutt á Frakkastíg þar sem allt endaði með ósköpum sem frægt er vegna aðerða Eflingar gegn staðnum.
Nú er verið að gera allt í stand fyrir Popolare á Laugavegi 11 þar sem pizzurnar munu væntanlega seljast eins og heitar lummur eins og á Ítalíu áður fyrr. Svona lýsa þeir pizzunum á Popolare:
–
„Pizza Italiana Contemporanea eins og þær gerast bestar; þunnir botnar, flöffí kantar, sérinnflutt ítalskt, DOP.
Þegar þú heimsækir Pizza Popolare þá ertu kominn hálfa leið til Ítalíu, þú færð amk. sömu upplifun í gegnum sannar ítalskar hágæða pizzur. Til að fullkomna þína upplifun þá notum við votuð hágæða hráefni frá þekktum ítölskum framleiðsluhéruðum við baksturinn.“