
„Herbergi í öðrum heimi kom út í danskri þýðingu í seinustu viku (Et værelse i en anden verden), ævintýralegt út af fyrir sig, en nú var hún að fá dóm í Politiken, 5 hjörtu,“ segir María Elísabet Bragadóttir sem ryður sér rúmi á toppi rithöfunda nýrrar kynslóðar hér á landi. „Ég er í sjöunda himni,“ bætir hún við.
Í Politiken segir gagnrýnandinn: „En ung islandsk debutant skriver noveller med en hånd så sikker, som var hun en gammel rotte i faget.“