HomeGreinarELÍTAN FÓR Í STRÆTÓ

ELÍTAN FÓR Í STRÆTÓ

„Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nýtti árlegan þingflokksdag sinn vel,“ segir í frétt á heimasíðu Sjáfstæðisflokksins þar sem fjallað er um strætóferðalag þigflokksins. Og svona var nú það:

„Dagurinn byrjaði í Valhöll þar sem þingflokkurinn fékk kynningu á góðum árangri sem náðst hefur í útlendingamálum þar sem umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað mikið á milli ára á sama tíma og brottflutningur hefur aukist.

Eftir kynninguna var förinni heitið í húsnæði Ríkislögreglustjóra við Skúlagötu. Þar fengu þingmenn meðal annars kynningu á stöðu skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi og hvernig ný lögreglulög sem samþykkt voru við þinglok í sumar hjálpa lögreglunni til að takast á við þá uggvænlegu starfsemi. Sérsveit ríkislögreglustjóra hélt svo fyrir þingmennina kynningu á rafvarnarvopnum og öðrum vopnum og búnaði sem sérsveitin notar í störfum sínum.

Eftir Ríkislögreglustjóra héldu þingmennirnir í Múlakaffi  þar sem þeir snæddu hádegisverð og tóku spjall við gesti.

Að lokum röltu þingmenn sem leið lá í Klínikina í Ármúla og kynntu sér uppbygginguna og ræddu mikilvægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

Þingflokkurinn nýtti sér almenningssamgöngur í góða veðrinu og ferðaðist með strætó á milli staða.“

Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

PERUSVINDL LEIÐRÉTT Í KRÓNUNNI

Hilluverð á perum í Krónunni á Hallveigarstíg hefur verið leiðrétt eftir að frétt um málið birtist hér. Stykkið af perum sem kostaði 55 krónur í...

ENGLANDSBANI GRIKKJA

Ivan Jovanović stakk í stúf og vakti athygli þar sem hann sat á hækjum sér á hliðarlínunni í leik Grikkja og Englendinga í Þjóðadeidinni...

PERUSVINDL Í KRÓNUNNI

"Stundum þarf maður að kveikja á perunni. Þarna er verið að plata neytendur," segir viðskiptavinur Krónunnar á Hallveigarstíg sem greip með sér eina peru...

FORSETINN HNEIGÐI SIG FYRIR KÓNGINUM

Húsmóðir sendi póst: - Forseti Íslands er þjóðhöfðingi íslenska lýðveldisins - og á að vera sýnd sama virðing og þjóðhöfðingjum annarra ríkja hvort sem þeir eru...

SÍÐASTA VINJETTA ÁRMANNS

"Um þessar mundir eru kaflaskil í lífinu," segir athafnamaðurinn og rithöfundurinn Ármann Reynisson sem sendir frá sér síðustu vinjettubók sína - no. 24. "Ég hef...

HANNA KATRÍN OG RAGNHILDUR FLYTJA ÚR BÚSETA

"Við fjölskyldan erum að hugsa okkur til hreyfings, eftir nokkur ár í Þverholtinu. Búseta-íbúðin okkar hefur því verið auglýst til sölu," segir Ragnhildur Sverrisdóttir...

BANNAÐ AÐ SELJA SÍGARETTUR Í STYKKJATALI – KERFIÐ HÓTAR SJOPPUM

Heilbrigðseftirlit borgarinnar hefur skorið upp herör gegn lausasölu söluturna á sigarettum í stykkjatali. Nokkrar af þeim fáu sjoppum sem enn eru til á götuhornum hafa...

ÖLGERÐIN AUGLÝSIR Á HOLRÆSUM

Ölgerðin hefur tekið upp á því að auglýsa nýjan orkudrykk á holræsalokum viðvegar um Reykjavík. Eru þær eins og steyptar ofan í gangstéttir og...

TENGDASONUR ÍSLANDS SEMUR KVIKMYNDATÓNLIST FYRIR SCARLETT JOHANSSON

Stórstjarnan Scarlett Johansson þreytir frumraun sína sem leikstjóri kvikmyndarinnar “Elenor the Great” sem fjallar um níræða konu, Eleanor Morgenstein sem í kjölfar dauða bestu...

GJALDSKYLDA Á BÍLASTÆÐUM BENSÍNSTÖÐVA

Bensínstöð N1 við Hringbraut hefur tekið upp gjaldskyldu á bílastæðum við stöðina og falið einkafyrirtækinu Easypark / Green parking að sjá um framkvæmdina. Rekur...

HANDPRJÓNUÐ COCA COLA PEYSA Í RAUÐA KROSSINUM

Þessi handprjónaða peysa í Andy Warhol stíl prýddi sýningargluggann í verslun Rauða krossins á Laugavegi í gær. 100% íslensk ull, handprjónað, 16 þúsund krónur....

SVONA MIÐA ÆTTU ALLIR AÐ HAFA Í VASANUM

Þessari glæsibifreið var haganlega lagt á nýjum göngustíg sem tengir Laugaveg við Hverfisgötu. Vegfarandi sem átti leið hjá komst vart framhjá en hann var...

Sagt er...

Þetta er Mary Smith sem vann sér inn aukapening í London með því að skjóta úr baunabyssu upp í glugga viðskiptavina sinna svo þeir...

Lag dagsins

John Lennon hefði orðið 84 ára í dag. Hann var næst elstur Bítlanna, aðeins Ringo var eldri, fæddur fyrr á árinu 1940. https://www.youtube.com/watch?v=_HKiSIWGyJw