HomeGreinarELÍTAN FÓR Í STRÆTÓ

ELÍTAN FÓR Í STRÆTÓ

„Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nýtti árlegan þingflokksdag sinn vel,“ segir í frétt á heimasíðu Sjáfstæðisflokksins þar sem fjallað er um strætóferðalag þigflokksins. Og svona var nú það:

„Dagurinn byrjaði í Valhöll þar sem þingflokkurinn fékk kynningu á góðum árangri sem náðst hefur í útlendingamálum þar sem umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað mikið á milli ára á sama tíma og brottflutningur hefur aukist.

Eftir kynninguna var förinni heitið í húsnæði Ríkislögreglustjóra við Skúlagötu. Þar fengu þingmenn meðal annars kynningu á stöðu skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi og hvernig ný lögreglulög sem samþykkt voru við þinglok í sumar hjálpa lögreglunni til að takast á við þá uggvænlegu starfsemi. Sérsveit ríkislögreglustjóra hélt svo fyrir þingmennina kynningu á rafvarnarvopnum og öðrum vopnum og búnaði sem sérsveitin notar í störfum sínum.

Eftir Ríkislögreglustjóra héldu þingmennirnir í Múlakaffi  þar sem þeir snæddu hádegisverð og tóku spjall við gesti.

Að lokum röltu þingmenn sem leið lá í Klínikina í Ármúla og kynntu sér uppbygginguna og ræddu mikilvægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.

Þingflokkurinn nýtti sér almenningssamgöngur í góða veðrinu og ferðaðist með strætó á milli staða.“

Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

FRIÐRIK ÞÓR SELUR VERÐLAUNAGRIPI ÚR BRONSI – BROTAMÁLMSVERÐ Á BRONSI 500 KRÓNUR KÍLÓIÐ

Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri vill selja verðlaunagripi sem honum hafa hlotnast hjá Eddunni, Grímunni osfrv. Friðrik segir þetta niðþungar styttur úr bronsi og hann...

SÓLSETUR Á VESTURGÖTU KLUKKAN 21:18

Þessar myndir voru teknar neðst á Vesturgötu í 101 Reykjavík í gærkvöldi klukkan 21:18. Sólin settist hægt og hljótt í vestri.

OLÍUFÉLÖGIN TAKA BÍLAEIGENDUR ÓSMURT Í RA…..

Starsmaður á plani sendir póst: - Djöfull eru íslenskir fjölmiðlar orðnir lélegir þegar kemur að raunverulegu aðhaldi með þessum gróðafíklum sem eiga oliufélögin.  Heimsmarkaðsverð á olíu...

SÁPUÓPERA TRUMPS MEÐ AUGUM FRIÐRIKS INDRIÐA

Friðrik Indriðason blaðamaður birti vangaveltur um fyrri forsetatíð Trumps forseta fyrir sjö árum - og þetta hefur elst vel. Sápuóperan heldur áfram og virðist...

SALALAUG SIGURVEGARI Á PÁSKADAG

Salalaug í Kópavogi var sigurvegari í þjónustu sundstaða á páskadag þegar þar var opið frá10-18. Þær fáu laugar í Reykjavík sem opnuðu gerðu það...

HANNES HÓLMSTEINN VILL BLÓÐPENINGA ÍSLENSKRA KOMMÚNISTA

"Hér voru höfuðstöðvar kommúnistaflokks Búlgaríu í Sofiu, en nú er þar þinghúsið. Eignir kommúnistaflokkanna í Austur-Evrópu voru allar gerðar upptækar. Hvers vegna var hið...

SKOPLEGAR PÁSKAKVEÐJUR MOGGANS

Morgunblaðið óskar lesendum sínum gleðilegra páska með forsíðumynd af tveimur krökkum með páskaegg í skógarrjóðri. Inn í blaðinu eru svo tvær mismundandi skopmyndir að...

HELGI FÖSTUDAGSINS LANGA LÆTUR UNDAN SÍGA

Nettó opnaði klukkan 8:00 á föstudaginn langa og Krónan og Bónus fylgdu með nokkrum mínútum síðar. Opinberir starfsmenn fengu frí allir sem einn en...

„ÁRMANNS ART“

Ármann Reynisson sendir myndskeyti: - "SKEMMTILEG MYND SEM ELÍSA B. GUÐMUNDSDÓTTIR LJÓSMYNDARI TÓK AF ÁRMANNI REYNISSYNI VIÐ MYNDATÖKU AF FORSETAHJÓNUNUM HÖLLU TÓMASDÓTTUR OG BIRNI SKÚLASYNI VIÐ...

CATE BLANCHETT HÆTTIR AÐ LEIKA

Stórstjarnan Cate Blanchett segir skilið við leiklistina á  toppi ferils síns og segir: "Ég hætti til að gera eitthvað annað við líf mitt." Cate segist...

SESAR SALAT DAUÐANS

Þetta Sesar salat er vinsælt á borðum auðkýfinga í matarveislum þar sem boðið er upp á grilluð og steikt dýr í útrýmingarhættu. Borið fram...

GUÐNÝ HEILAR BÆÐI MENN OG DÝR

Frá Sálarrannsóknarfélaginu: - Guðný Hallsdóttir miðill og heilari verður hjá okkur sunnudaginn 4.maí. Guðný hefur verið næm alla tíð. Hún hefur frá því hún man eftir...

Sagt er...

Gerður Pálmadóttir, Gerður í Flónni (1948-2025). Frumkvöðull í sölu á notuðuð fötum og svo mörgu öðru. Og hún kunni að auglýsa:

Lag dagsins

Frægasti kvikmyndaleikari sinnar samtíðar, Jack Nicholson, er afmælisbarn dagsins (88). Hann hefur fyllt kvikmyndahús um áratugaskeið þó hann virðist alltaf vera að leika sjálfan...