3. maí 1957 hreppti Margrét Hólm þennan glæsilega Fiat 1100 í Happdrætti DAS en myndin er tekin í Keflavíkurhöfn þegar hún tók við vinningnum. Í frétt í Morgunblaðinu 17. maí sama ár, þar sem segir frá vinningi Margrétar, kemur fram að bróðir hennar hafi unnið fokhelda þriggja herbergja íbúð í Happdrætti DAS árið áður. Það má því með sanni segja að þau systkinin hafi verið heppin.