Tommi á Búllunni, þingmaður Flokks fólksins, er ánægður með nýju stólana á Alþingi og þakkaði fyrir sig í umræðum um fjárlagafrumvarpið: „Þeir eru þægilegri en þeir gömlu og því auðveldara að hlusta á ræður.“
Í framhaldinu sagði Tómas að ríkisstjórnin hefði ekki gert nóg til að verja heimilin, aðeins þeir best settu kæmust í gegnum tíma sem þessa og vitnaði svo í orð Harry S. Truman fyrrum Bandaríkjaforseta sem var með í ramma á skrifborði sínu sem sneri gegnt gestum sem hann ræddi við: „Hingað og ekki lengra, ég ber ábyrgð.“ Og Tómas bætti við:
„Hver einasti ráðherra ætti að hafa þessi einkunnarorð á skrifborði sínu. En það dapra í stöðunni er að í dag hljóma kjörorðin svo: „Hingað og ekki lengra, þetta reddast, setjum málið í nefnd.“