Bára Baldursdóttir, sagnfræðingur, rithöfundur og áður hárgreiðslukona er afmælisbarn dagsins (67). Bára er höfundur sagnfræðiritanna Kynlegt stríð – Ástandið í nýju ljósi, um samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna hér á landi á sríðsárunum og Krullað og klippt, saga háriðnaðar á Íslandi þar sem í forgrunni eru rakarastofan, griðland karlmennskunnar, og hárgreiðslustofan, sem var veröld kvenna, allt þar til hársnyrtistofur nútímans leystu þær af hólmi sem vettvangur beggja kynja.