Bjarkey Olsen matvælaráðherra var tekin á beinið í Kastljósi Ríkissjónvarpsins vegna ívilnunar ríkisvaldsins til kaupfélags Skagfirðinga til að kaupa upp alla samkeppni á kjötmarkaði, álaeggið og allan pakkann.
Athygli vakti að Bjarkey Olsen var sett upp á pall til að hækka hana í loftinu og í hælaháum skóm að auki en ráðherrann er ekki há í loftinu og þetta hækkaði hana um eina 25 sentímetra.
Athyglisverðara er þó að myndatökumenn ríkisins gættu þess vandalega að hækkunin færi ekki framhjá áhorfendum sem eru ekki vanir svona vinnubrögðum.