HomeGreinarALDURSFORDÓMAR Í BORGARSTJÓRN

ALDURSFORDÓMAR Í BORGARSTJÓRN

Siggi sjötugi skrifar:

Borgarstjórinn í Reykjavík býður öllum borgarbúum sem eru sjötugir á árinu ásamt mökum eða gestum til móttöku í Ráðhúsinu á næstunni. Þeir sem verða sjötugir á árinu 2024 eru um 3500 á landinu öllu, þar af rúmlega þúsund í Reykjavík. Af þessum hópi eru um 700 giftir eða í sambúð. Því má gera ráð fyrir að fjöldi sjötugra Reykvíkinga sem mæta með mökum eða gestum fari hátt í tvö þúsund manns. Móttaka þar sem boðið er upp á vín og meðlæti, greidd með útsvari Reykvíkinga á öllum aldri, gæti því kostað nokkrar milljónir þótt ekki verði full mæting.

Tilefni þessarar einkennilegu móttöku er að heiðra þessa sjötugu útsvarsgreiðendur í Reykjavík. Ýmsir eru væntanlega þeirrar skoðunar að ekki sé mikill sómi að slíkum ,,heiðri“. Borgarstjórinn hlýtur að vera haldinn af aldursfordómum hugsa einhverjir sem fengu hið skrýtna boðskort. Hvað með kostnaðinn af þessari einkennilegu móttöku? Fréttir herma að borgin sé á hausnum og skynsamir sjötugir einstaklingar telja væntanlega fjármagni betur varið í annað en að draga fólk í dilka á grundvelli aldurs. Það væri nær að veita peningunum til hjúkrunarheimila þar sem aldrei er boðið upp á freyðivín og uppistaða fæðunnar er súpusull og brauð.

Mick Jagger heldur upp a áttræðisafmæli sitt.
Mick Jagger heldur upp a áttræðisafmæli sitt.

Hugmyndin um að heiðra fólk á grundvelli aldurs með veislu hjá borgarstjóra gengi upp ef um væri að ræða þá sem náð hafa 100 ára aldri í ár en þetta sjötugsboð er smekkleysa og tímaskekkja. (Ímyndið ykkur Mick Jagger þiggja boð fyrir alla áttræða og maka þeirra). Þeir sem verða tíræðir á árinu 2024 eru sautján talsins á landinu öllu, þar af um þriðjungur í Reykjavík og væntanlega fæstir með maka. Það væri vel við hæfi að heiðra þessa örfáu 100 ára Reykvíkinga (þótt ekki sé öruggt að þeir kjósi í næstu kosningum), fólk sem man tímana tvenna og er fætt á þeim tíma þegar Knud Ziemsen var borgarstjóri.

Knud Ziemsen borgarstjóri stjórnar umferð í Reykjavík.
Knud Ziemsen borgarstjóri stjórnar umferð í Reykjavík.

Knud lét af störfum 57 ára að aldri (aðeins tíu árum eldri en núverandi borgarstjóri) ,,orðinn slitinn af kröftum i þágu borgarinnar“, eins og segir í andlátsfrétt hans í Morgunblaðinu. Knud Ziemsen lét sig ekki muna um að stjórna umferðinni í Reykjavík á þriðja áratugnum. Næsti borgarstjóri á eftir honum, Jón Þorláksson verkfræðingur og íhaldsmaður, hefði snúið sér við í gröfinni hefði hann orðið vitni að því bruðli sem einkennir núverandi borgarstjórn. Jón hafði setið á þingi áður og undir hans forystu varð í febrúar 1924 til þingmannaflokkur, sem taldi brýnt að kippa fjármálum ríkisins í lag. Þetta ætti núverandi borgarstjóri að hafa í huga. Besta afmælisgjöfin til þeirra sem hann telur að þurfi að heiðra, væntanlega af því að þeir séu búnir að vera, væri að sýna lit, vinna fyrir háu laununum sínum og ,,slíta sér út í þágu borgarinnar“ eins og Knútur forðum.

TENGDAR FRÉTTIR

HELGI MAGNÚS VÆRI NÚ RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI HEFÐI HANN EKKI AFÞAKKAÐ AÐ VERÐA VARARÍKISLÖGREGLUSTJÓRI

Brotthvarf Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra tekur á sig ýmsar myndir. Hér er ein: Þegar Helgi Magnús Gunnarsson var flæmdur úr embætti vararíkissaksóknara fyrir skemmstu reyndi nýr...

ÞÓRHALLUR STOFNAR MINNSTA FJÖLMIÐIL LANDSINS

Þórhallur Gunnarsson margreyndur stjórnandi ljósvakamiðla um áratugaskeið hefur stofnað minnsta fjölmiðil landsins sem hann nefnir Klaki Stúdíó en Klaki heitir heimiliskötturinn hans. Þórhallur tilkynnir...

NÝI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN OG ÓLAFUR RAGNAR ERU BRÆÐRASYNIR

Grímur Hergeirsson, nýr ríkislögreglustjóri, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, eru bræðrasynir. Það er svona í pottinn búið skv. upplýsingum frá Sigurði Boga...

HEIMIR KAUPIR KÓTILETTUR – VARÐ HISSA

Heimir Karlsson morgunhani á Bylgjunni fór í kótilettu leiðangur og það gekk svona fyrir sig: - "8 litlar - má jafnvel færa rök fyrir því að...

BISKUP BLESSAR BJÖRGUNARSVEITIR

"Við sem búum á Íslandi megum vera stolt af björgunarsveitunum okkar og það er gott að geta styrkt þær með kaupum á neyðarkalli," segir...

LÍFSBJÖRG ÚTFARARSTJÓRANS

"Í dag eru 30 ár síðan ég tók bestu ákvörðun lífs míns og hætti að nota áfengi. Leitaði mér aðstoðar og allt breyttist til...

JÖKULL Í KALEO FÉKK NÝJAN DEFENDER

Jökull í Kaleo fékk afhenta nýjustu útgáfuna af Defender hjá BL á dögunum en  hljómsveitin mun koma fram á einstökum Defender viðburði í Bandaríkjumum...

TVÍFARI MAMDANI Á ALÞINGI

"Það er full astæða til að óska Zohran Mamdani nýkjörnum borgarstjóra New York til hamingju með glæsilegan sigur," segir Dagur B. Eggertsson fyrrum borgarstjóri...

LILJA PÁLMA MEÐ BESTA STÓÐHESTINN

"Þeir eru ekkert að grínast með þessa bikara hjá Fáki," segir Lilja Pálmadóttir en Grásteinn hennar frá Hofi á Höfðaströnd er hæst dæmdi 6...

SJÁLFSTÆÐISMENN MÆTI MEÐ KÚBEIN OG HAMRA Í VALHÖLL

Auglýsing í Morgunblaðinu í nóvember 1973. Valhöll var í byggingu og sjálfboðaliðar ræstir út - með kúbein og hamra. Nú er Valhöll til sölu...

RAGNAR KJARTANSSON SÝNIR Í SJANGHÆ

Myndlistarstjarnan Ragnar Kjartansson er á leið til Kína þar sem hann tekur þátt í "15th Shanghai Biennale" unddir yfirskriftinni “Does the flower hear the...

SURVIVAL OF THE FITTEST MÁ EKKI VERÐA SURVIVAL OF THE FATTEST!

"Risafyrirtæki leitast við að verja hagnað sinn með því að velta vandanum yfir á samfélagið, atvinnuleysistryggingar," segir Ragnar Önundarson samfélagsrýnir og fyrrum bankastjóri -...

Sagt er...

Fundur í stuttputtafélaginu Lilleputt á Ölstofunni fyrir skemmstu. Fyrsta mál á dagskrá: Samningar við hanskaframleiðendur um sérpantanir fyrir veturinn.

Lag dagsins

Tónlistarstjarnan Greta Salóme er afmælisbarn dagsins (39). Hún tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd 2016 með stæl og áður óséðum tilþrifum. https://www.youtube.com/watch?v=7xQxQRdZasQ