„Nornin innra með þér hefur verið að kalla,“ segir Þórunn Snorradóttir sem safnar nú á Karolina Fund fyrir útgáfu bókar sem á að hjálpa lesendum að finna sjálfa sig í heimi heilunar og galdra og á að nýtast í hversdagslegum athöfnum.
Markmiðið er að safna 1000 evrum og hafa þegar 790 evrur safnast – sem er 79% árangur.
„Þessi bók er sú eina á Íslandi eftir íslenskan höfund sem hefur hleypt sinni eigin norn óbeislaðri út og stundað galdra. Bókin hjálpar þér við að finna þig í heimi galdra og töfra. Hún kennir þér að nýta þér galdra við daglegar athafnir ásamt því að finna þinn innri styrk og sjálfstraust til að iðka. Hér færðu innsýn inn í allt sem þú þarft til að geta byrjað. Hér færðu skilning á því að það að vera norn er ekki slæmt. Þvert á móti; að vera norn er að vera heilari, ljósmóðir, grasalæknir, listmálari, rithöfundur, bóndi eða hvað sem er.
Einmitt núna þurfum við að kveikja ljósið í heiminum og endurkasta okkar björtu orku.
Að vera norn er ekki bundið við eitt kyn. Við erum allskonar og við fögnum fjölbreytileikanum,“ segir höfundurinn.