„Grýla er listaverk og stolt Fossatúns frá því hún var sett upp 2008. Við urðum strax vör við að hún var skemmd á þeim tíma sem við höfuðum tjaldsvæðið opið á til ársins 2015. Vitni sáu krakka ráðast á hana með steinum,“ segir Steinar Berg ferðaþjónustu bóndi og fyrrum hljómplöuútgefandi í Borgarfirði:

„Eftir að við opnuðum tjaldsvæðið aftur 2020 ágerðust skemmdarverkin. Á síðstar ári var Grýla svo illa farin að við tókum hana inn yfir veturinn og lagfærðum. Hún var glæsileg i vor þegar hún hóf útisetuna aftur.
Níutíu og fimm prósent gesta okkar eru erlendir. Níutíu og fimm prósent vesens og skemmda sem við verðum fyrir (miklu meira en bara Grýla) á sér stað á þeim fáu vikum sem íslenskt fjölskyldufólk eru gestir tjaldsvæðisins. Við höfum enga möguleika á að bæta uppeldislegan fávitahátt. Hinsvegar munum við breyta aðstöðunni í Fossatúni þannig að staðurinn verður ekki eftirsóknarverður lengur sem leiksvæði auk annars. Mestur hluti íslenskra gesta sem sækir heim tjaldsvæðið í Fossatúni er til fyrirmyndar. Því miður mun sá meirihluti líða fyrir eitraðan minnihluta.“