Jonathan Rescigno sýnir kvikmynd sína Strike or Die/Grève ou Crève/Upp á líf og dauða í Verksmiðjunni á Hjalteyri 10. ágúst klukkan 17:00. Verksmiðan á Hjalteyri var risafyrirtæki í eigu Thorsarana á árum áður, í Eyjafirði, rétt utan við Akureyri á leiðinni til Dalvíkur.
Qassim, ein aðalpersóna myndarinnar, verður viðstaddur sýninguna. Strike or Die var frumsýnd á Berlinalnum 2020. Jonathan sýnir einnig stuttmyndina Destination Moon og vídeóverkið 469 frá 2015.
Ágrip: Í heimabæ sínum, fyrrum iðnaðarsvæði í Lorraine, fylgir Jonathan Rescigno eftir nokkrum einstaklingum og tengir lauslega sögur þeirra. Tveir vinir, synir arabískra innflytjenda, eyða tíma sínum í rólegheitum á bæjarviðburðum og diskótekum.
Maður nokkur gefur námusafninu reykhandsprengjur og hjálma, til minningar um verkföll
námuverkamanna á níunda og tíunda áratugnum. Eldri þjálfari vinnur með ungum
hnefaleikamönnum og þjálfar þá fyrir bardaga. Gögn af skjalasafni sem sýna stigmögnuð
námuverkföll skilur að þessa frásagnarþræði. Smátt og smátt sjást tengsl á milli einstakra
sagna og spurningar myndast sem snúa að kjarabaráttu, samstöðu og breyttri merkingu
þessara þátta í nútímanum. Þokuský sigla í gegnum myndina, aftur og aftur: yfir heimili
verkamanna, í gegnum safnið, framhjá þáverandi höfuðstöðvum námunnar. Er baráttunni
lokið eða kraumar enn í henni? Eða er að safnast upp í eitthvað alveg nýtt?