Frá Reykjavíkurborg:
–
Regnbogafáni verður málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar að Barónsstíg 32A (við lóð Austurbæjarskóla) klukkan 12:00 í dag.
Partur af hinsegin hátíðarhöldum hvers árs er að mála götur borgarinnar í regnbogans litum með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni verður málaður varanlegur regnbogafáni á fyrsta degi Hinsegin daga, 6. ágúst og eru öll hjartanlega velkomin.
Formaður Hinsegin daga, Helga Haraldsdóttir opnar viðburðinn en einnig munu Hrefna Þórarinsdóttir, forstöðukona félagsmiðstöðvarinnar, Snæ Humadóttir þátttakandi í starfi félagsmiðstöðvarinnar og Einar Þorsteinsson borgarstjóri taka til máls. Að því loknu munu þau og fleiri hefjast handa við að mála regnbogann.