
„Í dag kostar pylsa á Bæjarins bestu 740 krónur, sem er ansi vel í lagt,“ segir Atli Már Jóhannsson bifhjólavirki sem reiknaði þetta út:
„Ef ég kaupi pylsupakka og brauð í Bónus þá kostar ein pylsa í brauði 150 krónur, sósurnar og laukurinn kannski 50 krónur, sem sé 200 kall. Og Bæjarins bestu eru ekki að borga búðarverð fyrir hráefnið. Þetta finnst mér vera okur.“