Athafnamaðurinn Jón Ólafsson og Helga hans héldu árlega sumarveislu sína í garðinum á bak við veitingahúsið Dillon á Laugavegi á sunnudaginn og var þar fjölmennt og góðmennt að venju. Hljómsveit Magnúsar Kjartansson lék Rock’n’Roll dinnermúsík á meðan lambið snarkaði á grilluni framborið með frönskum og bernaise og Guðni Ágústsson hélt hátíðarræðu og gaf Donald Trump ekkert eftir í ættjarðarást.
Þarna mátti sjá Ingvar Þórðarson kvikmyndaframleiðanda, Þorsteinn Eggertsson dægurskáld, Söguparið Arnþrúði Karlsdóttur og Pétur Gunnlaugsson, Eddu Andrésdóttur sjónvarpsstjörnu, Friðrik Þór kvikmyndaleikstjóra með félögum sínum Örnólfi Thorssyni og Einar Kárasyni svo fáir séu nefndir. Og svo gekk Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti inn í bakgarðinn hjá Dillon ásamt Dorrit sinni og þá var hápunktinum náð. Gleðilegt sumar!