Í næstu viku er áætlað að hefja framkvæmdir við gönguþverun þar sem Reykjastræti þverar Geirsgötu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir 15. júlí og klára verkefnið fyrir verslunarmannahelgi.
Samhliða þessari vinnu stendur til að fræsa og malbika Geirsgötu og hluta Kalkofnsvegar og verða lokanir samnýttar eins og hægt er.
Þessi vinna hefur veruleg áhrif á umferðarflæði. Tveimur akreinum Geirsgötu verður lokað í austur en umferð verður áfram til vesturs. Umferð verður færð til vesturs á milli akreina en allri umferð í austur eftir Geirsgötu verður vísað á Hringbrautina.