
„Þjóðverjar eru margir hrifnir af Íslandi; vissi það, varð samt hissa þegar ég sá þennan í ónefndri þýskri borg,“ segir Gunnar Þór Bjarnason um myndverk á afturhlið risastórs húsbíls ytra.
Þetta er Dynjandi í Arnarfirði sem ratað hefur á fleiri póstkort og frímerki hér á landi en aðrir fossar – nema ef vera skyldi Gullfoss.