HomeSagt erBLÓMSVEIGUR FYRIR BARÁTTUKONU

BLÓMSVEIGUR FYRIR BARÁTTUKONU

Lagður verður blómsveigur frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins  sem erí dag. Athöfnin hefst klukkan 11.00 með tónlistarflutningi í Hólavallakirkjugarði.


Dagskrá:
11.00 – Tónlist – Þórdís Petra Ólafsdóttir.
11.05 – Álfrún Hanna Gissurardóttir og Lóa Björk Gissurardóttir afhenda Þórdísi Lóu
Þórhallsdóttur, forseta borgarstjórnar, kransinn og hún leggur hann á leiðið.
11.10 – Ávarp forseta borgarstjórnar.
11.20 – Tónlist – Þórdís Petra Ólafsdóttir.
11.30 – Dagskrá lokið.

Bríet Bjarnhéðinsdóttir átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla
þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands
árið 1907 og formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Markmið félagsins var
að starfa að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn,
kosningarétt, kjörgengi og embættisgengi og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og
karlmenn.

Konur í Reykjavík buðu fram sérstakan Kvennalista fyrir bæjarstjórnarkosningar árið
1908 og var það fyrsta sérframboð kvenna á Íslandi. Kvennalistinn vann stórsigur,
kom öllum sínum fulltrúum að. Konurnar fjórar, þær fyrstu sem settust í bæjarstjórn
Reykjavíkur, voru Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Katrín Magnússon og
Þórunn Jónassen. Málin sem þær börðust fyrir í bæjarstjórn voru meðal annars
sundkennsla fyrir bæði kynin og leikvellir fyrir börn. Vegna mikillar fátæktar í bænum
voru mörg börn vannærð og beitti Bríet Bjarnhéðinsdóttir sér fyrir því í bæjarstjórn að
börn fengju mat í skólanum. Matargjafir komust á og var þeim haldið áfram af og til
fram á fjórða áratuginn. Bríet lést í Reykjavík árið 1940.

TENGDAR FRÉTTIR

KAFFITÁR FALLA Í HÖFÐATORGI – LOKAÐ

Ákveðið hefur verið að loka kaffihúsi Kaffitárs á Höfðatorgi. Lokað verður 1. mars en Kaffitár hefur verið á Höfðatorgi síðan 2008. "Nú er þessum kafla...

GULLMOLI Á GRETTISGÖTU TIL LEIGU

Húsnæðið sem hýsti síðasta skósmiðinn í miðbæ Reykjavíkur á Grettisgötu 3 er nú til leigu. Þar var Þráinn skósmiður eitt sinn, svo tók Daníel...

BÓNUSHJÓL – LÚMSK AUGLÝSING

Þetta Bónushjól hefur sést víða í miðbæ Reykjavíkur. Tekur sig vel út í Bónuslitunum, lásinn er meira að segja í stíl og er lagt...

ÍSDROTTNINGIN Í SNJÓNUM

Ísdrottningin og forsetaframjóðandinn Ásdís Rán eyddi helginni á skíðum með Þórði Daníel Þórðarsyni í Bansko Ski Resort í Búlgaríu: "Bansko var að rokka um helgina...

BJÖSSI FANN LÍFSLÖNGUN AFTUR Á REYKJALUNDI

"Mikið er þetta líf nú undarlegt. Fyrir nokkrum mánuðum var ég þunglyndis kall sem sá engan tilgang með þessu brölti mínu gegnum lífið. Maður...

GALLABUXUR VALDA GEGGJUN – GO, JOHNNY GO!

Fréttir af gallabuxum Jóns Gnarr í þingsal Alþingis hafa valdið gamalkunnugum usla. Þetta hefur gerst víðar og oftar eins og Sveinn Markússon járnlistamaður í...

KRISTRÚN SETTI GUÐMUNDU Á VEGGINN

Kristrún Frostadóttir hefur skipt út málverki í skrifstofu forsætisráðherra eins og venja er með nýjum herrum. Kristrún hefur valið mynd eftir Guðmundu Andrésdóttur, geómetríska...

ÍSLENSKUR SKANDALL Á TENE – FRÉTTASKEYTI

Fréttaskeyti frá Tenerife - óskað er nafnleyndar: - Yfirstjórn Alvoteck fór í lúxúsferð til Tene. Á flottasta hótelið. Þar var mikið partý og sáust framkvæmdastjórar á...

INGVI ÞÓR ÞURFTI AÐ SANNA AÐ HANN VÆRI EKKI GERVIMENNI, HUNDUR EÐA…

"Óprúttinn aðili náð frá mér auðkenni og stofnaði undarlegan reikning á Instagram sem var eytt og Facebook-reikningi mínum síðan í leiðinni," segir Ingvi Þór...

ELDSPÝTUR Á GRUNDARSTÍG

Mynd af eldspýtustokk framan á rafmagnskassa við timburhús á Grundarstíg. Myndin sýnir Geysi í Haukadal og lykil. Lykillinn er vörumerki verksmiðjunnar sóló í Tékkóslóvakíu...

TVÍBURAR Í TAKT

Í tilefni af 60 ára afmæli tvíburabræðra (24. feb.) er loksins komið að fyrstu samsýningu þeirra í Gallerí Göngum í Háteigskirkju 22. feb. kl....

VINSÆLAR HOLUR

"Hér er mynd frá Hafnargötu í Keflavik, frá cirka 1975," segir Margeir Margeirsson athafnamaður frá Keflavík: "Þarna voru á þessum tíma svona holur í malbikinu...

Sagt er...

Það myndast langar raðir ferðamanna sem reyna að finna út úr greiðslukerfi borgarinnar í stöðumæla. Tíminn kostar peninga.

Lag dagsins

Fæðingardagur Nicky Hopkins píaónleikarans (1944-1994). "The greatest studio pianists in the history of rock music" er um hann sagt. Enda spilaði hann í upptökum...