HomeSagt erBLÓMSVEIGUR FYRIR BARÁTTUKONU

BLÓMSVEIGUR FYRIR BARÁTTUKONU

Lagður verður blómsveigur frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins  sem erí dag. Athöfnin hefst klukkan 11.00 með tónlistarflutningi í Hólavallakirkjugarði.


Dagskrá:
11.00 – Tónlist – Þórdís Petra Ólafsdóttir.
11.05 – Álfrún Hanna Gissurardóttir og Lóa Björk Gissurardóttir afhenda Þórdísi Lóu
Þórhallsdóttur, forseta borgarstjórnar, kransinn og hún leggur hann á leiðið.
11.10 – Ávarp forseta borgarstjórnar.
11.20 – Tónlist – Þórdís Petra Ólafsdóttir.
11.30 – Dagskrá lokið.

Bríet Bjarnhéðinsdóttir átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla
þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands
árið 1907 og formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Markmið félagsins var
að starfa að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn,
kosningarétt, kjörgengi og embættisgengi og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og
karlmenn.

Konur í Reykjavík buðu fram sérstakan Kvennalista fyrir bæjarstjórnarkosningar árið
1908 og var það fyrsta sérframboð kvenna á Íslandi. Kvennalistinn vann stórsigur,
kom öllum sínum fulltrúum að. Konurnar fjórar, þær fyrstu sem settust í bæjarstjórn
Reykjavíkur, voru Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Katrín Magnússon og
Þórunn Jónassen. Málin sem þær börðust fyrir í bæjarstjórn voru meðal annars
sundkennsla fyrir bæði kynin og leikvellir fyrir börn. Vegna mikillar fátæktar í bænum
voru mörg börn vannærð og beitti Bríet Bjarnhéðinsdóttir sér fyrir því í bæjarstjórn að
börn fengju mat í skólanum. Matargjafir komust á og var þeim haldið áfram af og til
fram á fjórða áratuginn. Bríet lést í Reykjavík árið 1940.

TENGDAR FRÉTTIR

GOSMYND DAGS

SAMBAND MICHAEL JACKSON OG BJARKAR 2003

Hin eina og sanna Björk Guðmundsdóttir fékk póst frá Michael Jackson árið 2003 sem sendur var á heimasíðu hennar. Svona var það: --Michael Jackson, Santa...

105 ÁR FRÁ FÆÐINGU HELGA HÓSEASSONAR

Helgi Hóseasson (1919-2009) húsasmíðameistari á Langholtsvegi, mótmælandi og andófsmaður í sérflokki, hefði orðið 105 ára í dag. Sjá forvitnilega umfjöllun hér.

VEISLAN HEFST Á MORGUN

Afmælistónleikar Helga Björns eru í Hörpu um helgina en Helgi þjófstartaði afmælinu í Hofi fyrr í haust. "Við erum búin að vera að undirbúa þessa...

STUÐ Á AKUREYRI – SIGMUNDI EKKI VÍSAÐ ÚT

"Þð er stuð á Akureyri," segir Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins um frétt þess efnis að honum hefði verið vísað á dyr í Verkmenntaskólanum fyrir...

X-D Á LEIÐINNI HEIM FRÁ TENERIFE

"Við Steinunn höfðum áhyggjur af því að geta ekki kosið. Komum hingað til Tenerife áður en utankjörstaðakosning hófst heima og förum ekki til Íslands...

STJÓRNIÐ AUKAKÍLÓUNUM MEÐ EGGJUM

"Hér áður fyrr var gjarnan varað við því að borða egg þegar hjarta og æðasjúklingar áttu í hlut. En það er mýta sem löngu...

SIGURSÆLIR SUNDKAPPAR

Árið er 1949. Staðurinn líklega Sundhöll Reykjavíkur. Iðnskólinn þar rétt hjá. Helga Erlends veit meira um málið enda pabbi hennar á myndinni: "Sundkappar sem voru...

GUÐJÓN MINNIST VINAR

"Gamall vinur minn, Kristján E. Guðmundsson, öðru nafni Diddi, er borinn til grafar í dag," segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og rithöfundur: "Við vorum samkennarar í...

JÓLATÓNLEIKAR SNORRA

Snorri Ásmundsson fjöllistamaður verður með jólatónleika í menningarmiðstöðinni Hannesarholti á Grundarstíg 10 R. í byrjun desember. Snorri, sem gjarnan er sagður færasti píanóleikari í heimi,...

HAARDE ÁRITAÐI FYRIR SÓLRÚNU

Þau tíðindi urðu á bókahátíðinni í Hörpu um helgina að Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, áritaði bók handa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir fyrrum kollega í ríkisstjórn...

SUNNUDAGSMATUR SMÁFUGLANNA

Góðborgari (rís undir nafni) í miðborg Reykjavíkur útbjó sunnudagsmat fyrir smáfuglana þegar frostið herti í gær. Smáttskorið epli með salti á köntunum. "Allt samkvæmt reglum...

STJÖRNUSPEKINGUR KEYRIR FATLAÐA

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur var landsfrægur stjörnuspekingur á árum áður, þótti naskur þegar hann tengdi stjörnumerki saman, teygði til allra átta og fékk yfirleitt niðurstöðu...

Sagt er...

Borist hefur póstur: - Gísli Marteinn er sjálfum sér samkvæmur. Í sjónvarpi allra landsmanna svo áratugum skiptir - og alltaf í sömu skónum.

Lag dagsins

Dægurstjarnan á himni þokkadísa heimsins á síðustu öld, Bo Derek, er 68 ára í dag. Sló í gegn í rómantísku gamanmyndinni "10" þar sem...