Breytingar verða gerðar á gjaldsvæðum bílastæða í Reykjavík innan tíðar. Einkum er um að ræða stækkun á gjaldsvæði 2 en talningar frá því árslok 2023 sýna mikla og stöðuga nýtingu bílastæða á jöðrum núverandi gjaldsvæða. Breytingarnar voru samþykktar á fundi umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í fyrradag. Einnig verður stækkun á gjaldsvæði 1 við Háskóla Íslands.
Um er að ræða eftirfarandi stækkanir gjaldsvæða:
1. Gjaldsvæði 1
- Sturlugata
2. Gjaldsvæði 2
- Aragata
- Egilsgata, bílaplan við Hallgrímskirkju
- Eiríksgata, bílaplan við Hallgrímskirkju
- Oddagata
- Seljavegur
- Sæmundargata
- Vesturgata milli Ánanausta og Stýrimannastígs