Olíufélögin láta ekki sitt eftir liggja við að hámarka arðsemi sína með skerðingu á þjónustu sem áður þótti sjálfsögð. Nú eru þvottaplönin að víkja fyrir rafhleðslustöðvum fyrir rafbíla.
Gamla þvottaplanið á frægri bensínstöð á Dunhaga, sem eitt sinn hét Shell en heitir nú Orkan, hefur vikið fyrir rafmagninu og slík verða örlög annarra þvottaplana ef að líkum lætur.