„Barbara Hannigan hefur verið ráðin aðalstjórnandi Sinfóníunnar okkar,“ segir Herbert Guðmundsson gamal tenór og ritstjóri með meiru:
–
„Mögnuð kona frá Kanada, sem stjórnar og syngur í senn, og lætur jafnvel hljómsveitina syngja auk þess að spila! Á til að bresta í alls konar uppátæki sem aðrir hljómsveitarstjórar leyfa sér ekki.
–
Nú vildi ég gjarnan yngjast nóg til þess að endurnýja kynni mín af Sinfóníunni. En Barbara er ljóslifandi á YouTube í margvíslegum hlutverkum sínum sem stjórnandi stórhljómsveita og sópraninn.“