Verið er að reisa lítið hús á lítilli lóð á mótum Nýlendugötu og Seljavegar, svo lítið að athygli vekur. Risaakrani er þó á staðnum til að hífa einingar á efri hæðina og kallast hann einkennilega á við litla húsið.
Íbúar á fjölbýlishúsi á Vesturgötu hafa kvartað yfir skertu útsýni vegna framkvæmdanna en hefur veið bent á að útsýni sé ekki hluti af kaupverði íbúðar og skerðingin nái aðeins til fyrstu hæðar.
Orðrómur í hverffinu hermir að það séu litla Gnna og litli Jón sem séu að byggja þetta litla hús en þau urðu fræg í sönglagi sem fjallaði um þau.