Verslun Guðsteins á Laugavegi pakkaði saman fyrir skemmstu og kom sér fyrir í Ármúlanum, nýja miðbænum – næg bílastæði. Til stóð að taka niður áratugagamlar innréttingar á vegg og flytja í Ármúlann en þegar til átti til að taka var ekki hægt að hagga þeim þar sem þær voru límdar við vegginn og ógjörningur að komast að. Urðu þær því eftir en starfsmenn náðu aðeins tveir gömlum afgreiðsluborðum.
Hjá Guðsteini eru menn enn að velta fyrir sér hvers konar lím hafi verið notað þarna fyrir rúmum 70 árum. Hvílík ending.
Lífstílsverslun sem rekin hefur verið ofar á Laugavegi gegnt Kjörgarði hefur leigt gamla húsnæði Guðsteins og á eftir að njóta þessara fallegu innréttinga sem sitja pikkfastar á veggnum og eru ekki að fara neitt.