HomeGreinarFRAMBJÓÐENDUR MEGA EKKI KOMAST UPP MEÐ MOÐREYK

FRAMBJÓÐENDUR MEGA EKKI KOMAST UPP MEÐ MOÐREYK

Kjósandi skrifar:

Eitt mesta hitamál forsetakosningana eins og þegar hefur verið bent á verður hálendi Íslands, auðlindir og notkun á málskotsréttinum. Margir benda á að leynt og ljóst sé stefnt að því að selja Landsvirkjun, fjöregg þjóðarinnar, og arður af þeirri einkavæðingu hverfi þar með til erlendra og innlendra elíta.


Í framhaldi af því hefur verið spurt hvort framboð Katrínar Jakobsdóttur sé liður í því að tryggja það að lög varðandi ofangreint fljóti í gegn um Bessastaði án þess að vera vísað í þjóðaratkvæði. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttur segir framboð sitt tilkomið vegna slíkra áhyggja.


Í tilkynningunni um framboð sitt sagði Katrín forseta Íslands eiga að standa vörð um hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi. Hún minntist ekki einu orði á mikilvægi forseta í að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og auðlindir hennar. Framtíð lands og þjóðar ræðst af því að þjóðin verði ekki svipt auðlindum sínum. Almenningur á heimtingu á skýrum svörum varðandi mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar þar sem forsetinn getur haft úrslitaáhrif með því að láta þjóðina hafa lokaorðið um sínar eigin auðlindir.


Sumir frambjóðendur hafa þegar lýst því yfir að þeir muni grípa til málsskotsréttarins verði sett lög sem skerða tjáningarfrelsi eða önnur grundvallarmannréttindi en á slíkum lögum eru engar líkar því þau færu í bága við stjórnarskrána. Frambjóðendur eiga ekki að komast upp með að slá ryki í augu kjósenda með því vísa í mögulega skerðingu mannréttinda sem eru þegar grundvallarlög í landinu. Lagasetning varðandi auðlindir er hins vegar í sjónmáli.


Frambjóðendur verða að gefa afdráttarlaus svör varðandi auðlindir Íslands. Það er skylda fjölmiðla að halda kjósendum upplýstum í aðdraganda kosninga og sú skylda hvílir ekki síst á þáttastjórnendum RÚV. Þeir verða að spyrja þessara spurninga beint.

Sjá tengda frétt.

TENGDAR FRÉTTIR

ÍSDROTTNINGIN Í SNJÓNUM

Ísdrottningin og forsetaframjóðandinn Ásdís Rán eyddi helginni á skíðum með Þórði Daníel Þórðarsyni í Bansko Ski Resort í Búlgaríu: "Bansko var að rokka um helgina...

BJÖSSI FANN LÍFSLÖNGUN AFTUR Á REYKJALUNDI

"Mikið er þetta líf nú undarlegt. Fyrir nokkrum mánuðum var ég þunglyndis kall sem sá engan tilgang með þessu brölti mínu gegnum lífið. Maður...

GALLABUXUR VALDA GEGGJUN – GO, JOHNNY GO!

Fréttir af gallabuxum Jóns Gnarr í þingsal Alþingis hafa valdið gamalkunnugum usla. Þetta hefur gerst víðar og oftar eins og Sveinn Markússon járnlistamaður í...

KRISTRÚN SETTI GUÐMUNDU Á VEGGINN

Kristrún Frostadóttir hefur skipt út málverki í skrifstofu forsætisráðherra eins og venja er með nýjum herrum. Kristrún hefur valið mynd eftir Guðmundu Andrésdóttur, geómetríska...

ÍSLENSKUR SKANDALL Á TENE – FRÉTTASKEYTI

Fréttaskeyti frá Tenerife - óskað er nafnleyndar: - Yfirstjórn Alvoteck fór í lúxúsferð til Tene. Á flottasta hótelið. Þar var mikið partý og sáust framkvæmdastjórar á...

INGVI ÞÓR ÞURFTI AÐ SANNA AÐ HANN VÆRI EKKI GERVIMENNI, HUNDUR EÐA…

"Óprúttinn aðili náð frá mér auðkenni og stofnaði undarlegan reikning á Instagram sem var eytt og Facebook-reikningi mínum síðan í leiðinni," segir Ingvi Þór...

ELDSPÝTUR Á GRUNDARSTÍG

Mynd af eldspýtustokk framan á rafmagnskassa við timburhús á Grundarstíg. Myndin sýnir Geysi í Haukadal og lykil. Lykillinn er vörumerki verksmiðjunnar sóló í Tékkóslóvakíu...

TVÍBURAR Í TAKT

Í tilefni af 60 ára afmæli tvíburabræðra (24. feb.) er loksins komið að fyrstu samsýningu þeirra í Gallerí Göngum í Háteigskirkju 22. feb. kl....

VINSÆLAR HOLUR

"Hér er mynd frá Hafnargötu í Keflavik, frá cirka 1975," segir Margeir Margeirsson athafnamaður frá Keflavík: "Þarna voru á þessum tíma svona holur í malbikinu...

SONUR GEORGS GUÐNA Í KLING&BANG

Hrafnkell Tumi, sonur hins goðsagnakennda málara Georgs Guðna (1961-2011), opnar sýningu í Kling & Bang í Marshallhúsinu á Granda laugardaginn 22. feb. Loftlína heitir...

STOP OVER NÆTURGAMAN OG LÍFSLEIKNI

Þetta listaverk var á vegi ferðamans í Kolaportinu. Hann féll fyrir því þegar búið var að þýða textana fyrir hann og sagði þá (í...

BRÚÐKAUPSMYND Í KOLAPORTINU

"Jesús blæs i seglin meðan brúðhjónin leggja árar í bát og stefna út í óvissuna," heitir þessi mynd. Fæst í Kolaportinu - aðeins þetta eina...

Sagt er...

"Gleðilegan konudag allar saman," segir fjöllistamaðurinn Snorri Ásmundsson í kvennafans á eigin mynd.

Lag dagsins

Svavar Örn, hárgreiðslumeistari og eftirlæti fræga fólksins, er afmælisbarn helgarinnar (51). Stundum kallaður "gullgreiðan" og það með réttu. Hann fær óskalagið I'm Gonna Wash...