HomeGreinarBRYNJARSSON OG BRYNJÓLFSSON

BRYNJARSSON OG BRYNJÓLFSSON

„Stoltur er ég af því að geta kallað þennan nafna minn kæran vin,“ segir Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur og vígður maður um Guðmund Karl Brynjarsson sem vill verða biskup:
„Ég kynntist honum fyrst örlítið þegar ég var í 9. bekk og svo enn betur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem við lögðum sameiginlega áherslu á að falla í stærðfræði, geyma þýskuna þangað til ,,seinna“ og láta eins og fífl í raungreinatímum.
Þótt ekki værum við líkir í útliti þá var okkur stundum ruglað saman af skólayfirvöldum, kannski af því að námsferilar okkar voru andlega skyldir, en svo var þetta Brynjarsson og Brynjólfsson ekki ólíkt. Við stóðum í ýmsum uppátækjum saman og vorum lítið í því að hugsa um hvað öðrum fyndist (sem hefur held ég fylgt okkur áfram) – og ekki vorum við biskupsefnið alltaf með þá áru að á okkur sæist að síðar yrðum við vígðir menn. Ég held að það væri frábært fyrir Þjóðkirkjuna að fá Gumma Kalla sem biskup – versta helv…að ég má ekki kjósa! Gummi Kalli er trúr og traustur, yfirlætislaus og alþýðlegur og manna skemmtilegastur þegar þannig liggur á honum. Fyrir utan að geta gengist við sjálfum sér á öllum tímum ævinnar – það virðist hvorki mikilvægt né snúið, – en reynist nú samt sumum glettilega erfitt.
Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

HELGI Í FÓTSPOR BUBBA

Stórstjarnan Helgi Björns fetar í fótspor Bubba Morthens og hefur látið útbúa myndverk með textabrotum úr vinsælum lögum sínum: "Ég vildi láta ykkur vita að...

TOMMI TÝNIR KETTI

Hjálparbeiðni: - Þessi dásamlega kisa sem heitir Jasmin er týnd. Hún býr í Mjóstræti i Grjótaþorpi. Ef þið verðið vör við hana hafið samband við Tomma...

SAMBAND MICHAEL JACKSON OG BJARKAR 2003

Hin eina og sanna Björk Guðmundsdóttir fékk póst frá Michael Jackson árið 2003 sem sendur var á heimasíðu hennar. Svona var það: --Michael Jackson, Santa...

105 ÁR FRÁ FÆÐINGU HELGA HÓSEASSONAR

Helgi Hóseasson (1919-2009) húsasmíðameistari á Langholtsvegi, mótmælandi og andófsmaður í sérflokki, hefði orðið 105 ára í dag. Sjá forvitnilega umfjöllun hér.

VEISLAN HEFST Á MORGUN

Afmælistónleikar Helga Björns eru í Hörpu um helgina en Helgi þjófstartaði afmælinu í Hofi fyrr í haust. "Við erum búin að vera að undirbúa þessa...

STUÐ Á AKUREYRI – SIGMUNDI EKKI VÍSAÐ ÚT

"Þð er stuð á Akureyri," segir Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins um frétt þess efnis að honum hefði verið vísað á dyr í Verkmenntaskólanum fyrir...

X-D Á LEIÐINNI HEIM FRÁ TENERIFE

"Við Steinunn höfðum áhyggjur af því að geta ekki kosið. Komum hingað til Tenerife áður en utankjörstaðakosning hófst heima og förum ekki til Íslands...

STJÓRNIÐ AUKAKÍLÓUNUM MEÐ EGGJUM

"Hér áður fyrr var gjarnan varað við því að borða egg þegar hjarta og æðasjúklingar áttu í hlut. En það er mýta sem löngu...

SIGURSÆLIR SUNDKAPPAR

Árið er 1949. Staðurinn líklega Sundhöll Reykjavíkur. Iðnskólinn þar rétt hjá. Helga Erlends veit meira um málið enda pabbi hennar á myndinni: "Sundkappar sem voru...

GUÐJÓN MINNIST VINAR

"Gamall vinur minn, Kristján E. Guðmundsson, öðru nafni Diddi, er borinn til grafar í dag," segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og rithöfundur: "Við vorum samkennarar í...

JÓLATÓNLEIKAR SNORRA

Snorri Ásmundsson fjöllistamaður verður með jólatónleika í menningarmiðstöðinni Hannesarholti á Grundarstíg 10 R. í byrjun desember. Snorri, sem gjarnan er sagður færasti píanóleikari í heimi,...

HAARDE ÁRITAÐI FYRIR SÓLRÚNU

Þau tíðindi urðu á bókahátíðinni í Hörpu um helgina að Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, áritaði bók handa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir fyrrum kollega í ríkisstjórn...

Sagt er...

Borist hefur póstur: - Gísli Marteinn er sjálfum sér samkvæmur. Í sjónvarpi allra landsmanna svo áratugum skiptir - og alltaf í sömu skónum.

Lag dagsins

Hin eina sanna Björk er 59 ára í dag. Til hamingju Ísland!