„Ég vil gjarnan deila þessum viðburði – þegar Passíusálmarnir verða lesnir upp í heild sinni í Saurbæjarkirkju á föstudaginn langa,“ segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri:
–
„Ég sjálfur hef fengið þann heiður að lesa sálm nr 26 sem fjallar um samskipti Pílatusar landsstjóra við Jesú. Og síðan sálm nr. 27 sem segir frá því Pílatus þvoði hendur sínar og dæmdi Jesúm til dauða. Gert er ráð fyrir því að ég lesi um 16.
–
Ég hef alltaf fundið ákveðna tengingu Hallgrími Péturssyni fyrir þá sök að við erum báðir aldir upp á sama stað – Hólum í Hjaltadal. En faðir hans var hringjari við kirkjuna. Og síðan eftir því sem eldist tala Passíusálmar hans sterkar til mín. Þeir eru ekki aðeins trúarverk – heldur einnig samfélagsádeila.
–
Að vísu var Hallgrímur rekin úr Hólaskóla og hraktist til útlanda 15 ára gamall. Eftir því sem ég sem kemst næst – kom hann aldrei aftur í Skagafjörð. En sagt er að hann hafi ort níðvísur um staðarfólk. Hann endaði síðar sem járnsmíðanemi í Kaupmannahöfn – þar fann Brynjólfur biskup Sveinsson hann og kom í prestnám. Að sögn heyrði Brynjólfur mann blóta hressilega á íslensku á dönsku götustræti.“